Mohamed Salah er í HM-hópi Egypta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 11:15 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool). Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool).
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira