Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Jóhann Óli Eiðsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 5. júní 2018 06:00 Forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. Vísir Varlega áætlað má gera ráð fyrir að stórar útgerðir, það er útgerðir sem greiða 30 milljónir eða meira í veiðileyfagjald, taki til sín að minnsta kosti 80 prósent af þeirri lækkun veiðileyfagjalds á næsta fiskveiðiári sem boðað frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis felur í sér. Þetta sýna útreikningar Fréttablaðsins. Stóru útgerðirnar eru á sjötta tug talsins. Heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri. Af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu, með öðrum orðum, taka til sín um helming lækkunarinnar. Í umsögnum um frumvarpið hefur verið gagnrýnt að það hygli stórum fyrirtækjum. „Hin augljósa niðurstaða veiðigjaldafrumvarpsins er sú að þegar öll gjöld eru lækkuð skilar það sér mest til þeirra stærstu þó að reynt sé að telja fólki trú um að aðgerðin sé fyrst og fremst hugsuð til að bæta hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Til að koma til móts við rekstur þeirra fyrirtækja sem kunna að eiga í erfiðleikum eru til aðrar mun einfaldari aðgerðir sem þurfa ekki jafnframt að fela í sér eftirgjöf til allra útgerða, stórra og smárra,“ segir í umsögn Bolla Héðinssonar hagfræðings. „Það er verið að auka vægi sértækra afslátta gagnvart litlu og meðalstóru fyrirtækjunum. Það er ein kerfisbreytingin sem felst í málinu. Það er verið að koma sérstaklega til móts við þær. Ef kerfið væri óbreytt þá myndi það ekki skila sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um frumvarpið. Katrín segist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið, enda liggi það alveg skýrt fyrir að það sé lagt fram seint. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30 Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Varlega áætlað má gera ráð fyrir að stórar útgerðir, það er útgerðir sem greiða 30 milljónir eða meira í veiðileyfagjald, taki til sín að minnsta kosti 80 prósent af þeirri lækkun veiðileyfagjalds á næsta fiskveiðiári sem boðað frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis felur í sér. Þetta sýna útreikningar Fréttablaðsins. Stóru útgerðirnar eru á sjötta tug talsins. Heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri. Af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu, með öðrum orðum, taka til sín um helming lækkunarinnar. Í umsögnum um frumvarpið hefur verið gagnrýnt að það hygli stórum fyrirtækjum. „Hin augljósa niðurstaða veiðigjaldafrumvarpsins er sú að þegar öll gjöld eru lækkuð skilar það sér mest til þeirra stærstu þó að reynt sé að telja fólki trú um að aðgerðin sé fyrst og fremst hugsuð til að bæta hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Til að koma til móts við rekstur þeirra fyrirtækja sem kunna að eiga í erfiðleikum eru til aðrar mun einfaldari aðgerðir sem þurfa ekki jafnframt að fela í sér eftirgjöf til allra útgerða, stórra og smárra,“ segir í umsögn Bolla Héðinssonar hagfræðings. „Það er verið að auka vægi sértækra afslátta gagnvart litlu og meðalstóru fyrirtækjunum. Það er ein kerfisbreytingin sem felst í málinu. Það er verið að koma sérstaklega til móts við þær. Ef kerfið væri óbreytt þá myndi það ekki skila sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um frumvarpið. Katrín segist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið, enda liggi það alveg skýrt fyrir að það sé lagt fram seint.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30 Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30
Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00
Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00