Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júní 2018 19:30 Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. Frumvarp sem felur í sér lækkun veiðigjalda komst ekki á dagskrá Alþingis í gær en verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd eftir helgi. Ljóst er að málið hefur sett þingstörf í algjört uppnám og ólíklegt er að Alþingi fari í sumarhlé á fimmtudag líkt og starfsáætlun gerir ráð fyrir. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá í gær en stjórnarmeirihlutinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að skella pólitískt eldfimu máli á dagskrá svo skömmu fyrir sumarhlé. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir málið ekki þola bið. „Staðan er bara sú hjá mörgum minni fyrirtækjum að þau þola ekki þessa bið. Þau eru búin að vera að greiða veiðigjöld sem hafa hækkað um 2-300% frá september í fyrra, jafnvel meira, og þær útgerðir eru annað hvort að leggja upp laupana eða þessar stærri að kaupa þessar minni upp og það verður bara að grípa inn í þetta sem fyrst,“ segir Lilja Rafney. Skiljanlega hafi mörgum brugðið við að málið kæmi fram með svo skömmum fyrirvara að sögn Lilju. Aftur á móti séu flokkar á þingi sammála um að galli sé á núverandi kerfi um veiðigjöld þar sem þau miði við afkomu fyrri ára. „Ég held að við ættum alveg að geta sammælst um þetta miðað við það að það eru allir hlynntir því að afkomutengja veiðigjöld, og við rauntíma. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að lækkunin skili sér í mestum mæli stóru útgerðarfélaganna sem mörg hver hafi greitt út mikinn arð á undanförnum árum og fjárfest fyrir tugi milljarða. „Það er umhugsunarefni hve mikið af aflaheimildum er komið á hendur örfárra útgerða í landinu. Og það segir sig auðvitað sjálft að þegar að stærstu útgerðirnar eru komnar með yfir 80% af aflaheimildum, þá eru þær auðvitað að borga hæstu veiðigjöldin,“ segir Lilja Rafney. Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. Frumvarp sem felur í sér lækkun veiðigjalda komst ekki á dagskrá Alþingis í gær en verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd eftir helgi. Ljóst er að málið hefur sett þingstörf í algjört uppnám og ólíklegt er að Alþingi fari í sumarhlé á fimmtudag líkt og starfsáætlun gerir ráð fyrir. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá í gær en stjórnarmeirihlutinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að skella pólitískt eldfimu máli á dagskrá svo skömmu fyrir sumarhlé. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir málið ekki þola bið. „Staðan er bara sú hjá mörgum minni fyrirtækjum að þau þola ekki þessa bið. Þau eru búin að vera að greiða veiðigjöld sem hafa hækkað um 2-300% frá september í fyrra, jafnvel meira, og þær útgerðir eru annað hvort að leggja upp laupana eða þessar stærri að kaupa þessar minni upp og það verður bara að grípa inn í þetta sem fyrst,“ segir Lilja Rafney. Skiljanlega hafi mörgum brugðið við að málið kæmi fram með svo skömmum fyrirvara að sögn Lilju. Aftur á móti séu flokkar á þingi sammála um að galli sé á núverandi kerfi um veiðigjöld þar sem þau miði við afkomu fyrri ára. „Ég held að við ættum alveg að geta sammælst um þetta miðað við það að það eru allir hlynntir því að afkomutengja veiðigjöld, og við rauntíma. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að lækkunin skili sér í mestum mæli stóru útgerðarfélaganna sem mörg hver hafi greitt út mikinn arð á undanförnum árum og fjárfest fyrir tugi milljarða. „Það er umhugsunarefni hve mikið af aflaheimildum er komið á hendur örfárra útgerða í landinu. Og það segir sig auðvitað sjálft að þegar að stærstu útgerðirnar eru komnar með yfir 80% af aflaheimildum, þá eru þær auðvitað að borga hæstu veiðigjöldin,“ segir Lilja Rafney.
Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00
Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00
Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent