Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júní 2018 19:30 Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. Frumvarp sem felur í sér lækkun veiðigjalda komst ekki á dagskrá Alþingis í gær en verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd eftir helgi. Ljóst er að málið hefur sett þingstörf í algjört uppnám og ólíklegt er að Alþingi fari í sumarhlé á fimmtudag líkt og starfsáætlun gerir ráð fyrir. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá í gær en stjórnarmeirihlutinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að skella pólitískt eldfimu máli á dagskrá svo skömmu fyrir sumarhlé. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir málið ekki þola bið. „Staðan er bara sú hjá mörgum minni fyrirtækjum að þau þola ekki þessa bið. Þau eru búin að vera að greiða veiðigjöld sem hafa hækkað um 2-300% frá september í fyrra, jafnvel meira, og þær útgerðir eru annað hvort að leggja upp laupana eða þessar stærri að kaupa þessar minni upp og það verður bara að grípa inn í þetta sem fyrst,“ segir Lilja Rafney. Skiljanlega hafi mörgum brugðið við að málið kæmi fram með svo skömmum fyrirvara að sögn Lilju. Aftur á móti séu flokkar á þingi sammála um að galli sé á núverandi kerfi um veiðigjöld þar sem þau miði við afkomu fyrri ára. „Ég held að við ættum alveg að geta sammælst um þetta miðað við það að það eru allir hlynntir því að afkomutengja veiðigjöld, og við rauntíma. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að lækkunin skili sér í mestum mæli stóru útgerðarfélaganna sem mörg hver hafi greitt út mikinn arð á undanförnum árum og fjárfest fyrir tugi milljarða. „Það er umhugsunarefni hve mikið af aflaheimildum er komið á hendur örfárra útgerða í landinu. Og það segir sig auðvitað sjálft að þegar að stærstu útgerðirnar eru komnar með yfir 80% af aflaheimildum, þá eru þær auðvitað að borga hæstu veiðigjöldin,“ segir Lilja Rafney. Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. Frumvarp sem felur í sér lækkun veiðigjalda komst ekki á dagskrá Alþingis í gær en verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd eftir helgi. Ljóst er að málið hefur sett þingstörf í algjört uppnám og ólíklegt er að Alþingi fari í sumarhlé á fimmtudag líkt og starfsáætlun gerir ráð fyrir. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá í gær en stjórnarmeirihlutinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að skella pólitískt eldfimu máli á dagskrá svo skömmu fyrir sumarhlé. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir málið ekki þola bið. „Staðan er bara sú hjá mörgum minni fyrirtækjum að þau þola ekki þessa bið. Þau eru búin að vera að greiða veiðigjöld sem hafa hækkað um 2-300% frá september í fyrra, jafnvel meira, og þær útgerðir eru annað hvort að leggja upp laupana eða þessar stærri að kaupa þessar minni upp og það verður bara að grípa inn í þetta sem fyrst,“ segir Lilja Rafney. Skiljanlega hafi mörgum brugðið við að málið kæmi fram með svo skömmum fyrirvara að sögn Lilju. Aftur á móti séu flokkar á þingi sammála um að galli sé á núverandi kerfi um veiðigjöld þar sem þau miði við afkomu fyrri ára. „Ég held að við ættum alveg að geta sammælst um þetta miðað við það að það eru allir hlynntir því að afkomutengja veiðigjöld, og við rauntíma. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að lækkunin skili sér í mestum mæli stóru útgerðarfélaganna sem mörg hver hafi greitt út mikinn arð á undanförnum árum og fjárfest fyrir tugi milljarða. „Það er umhugsunarefni hve mikið af aflaheimildum er komið á hendur örfárra útgerða í landinu. Og það segir sig auðvitað sjálft að þegar að stærstu útgerðirnar eru komnar með yfir 80% af aflaheimildum, þá eru þær auðvitað að borga hæstu veiðigjöldin,“ segir Lilja Rafney.
Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00
Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00
Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00