Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 6. júní 2018 15:30 Sían góða gerir Alþingismönnum kleift að öðlast vinnufrið fyrir veip-póstum sem nú rignir yfir þá í vaxandi gríð og erg. Vísir/Getty Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum. Mikill fjöldi, sem sennilega hleypur á hundruðum, hefur í dag áframsent skilaboð til þingmanna og stjórnmálaflokka þar sem svokölluðu veipfrumvarpi er mótmælt harðlega. Skilaboðin innihalda öll meira og minna sama texta og hafa borist bæði á samfélagsmiðlum og í hefðbundnum tölvupósti það sem af er degi.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir á Facebook það þetta hafi neytt þingmenn til að búa til sérstakar síur í pósthólfum sínum sem útiloki alla pósta sem innihalda orð á borð við „veip“ og „vape“. Segir Helgi að vegna umfangs póstanna geti þingmenn ekki lengur sinnt skyldum sínum nema með því að sía út allt sem þeim berist um rafrettur. Vegna þessarar síu séu allar líkur á að þingmenn missi af því ef einhver sendir þeim efnislegan póst um veipmálið úr þessu. Allt grafist þetta undir endalausum fjölpósti um málið frá rafrettu-vinum. Helgi segir það vissulega skiljanlega hugmynd að reyna að fanga athygli ráðamanna með þessum hætti og efast ekki um að fólki gangi gott eitt til. Hugmyndin sé engu að síður slæm þar sem hún dragi úr getu þingmanna til að kynna sér efnið og afli málefninu sjálfu engan stuðning. Hóp-póstar sem þessir skemmi fyrir öllum, bæði þingmönnum sem séu að reyna að vinna sína vinnu og þeim sem þurfi að koma upplýsingum til þingmanna um málefnið sem póstarnir fjalla um. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur pósturinn um veipfrumvarpið einnig verið sendur ítrekað á Facebook síður allra helstu stjórnmálaflokka í dag. Einn þeirra sem stóð í slíkum sendingum sagðist enn engin svör hafa fengið að Pírötum undanskildum. Píratar lögðu fram sitt eigið frumvarp um rafrettur í fyrra sem er efnislega í mikilli andstöðu við þær takmarkanir sem koma fram í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Sem fyrr segir eru bréfin flest eins en með smávægilega breyttu orðalagi, textinn er svohljóðandi:Góðan dag.Ég vil koma því á framfæri við ykkur að þeir flokkar sem kjósa með vape frumvarpinu eiga ekki möguleika á mínu atkvæði í næstu kosningum.Ég get ekki réttlætt það að kjósa flokk sem berst á móti bættri heilsu og skaðaminnkandi leið fyrir reykingarfólk. Hvað þá flokk sem ræðst með þessum hætti að frelsi einstaklingsins og gerir það að engu.Virðingarfyllst, Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum. Mikill fjöldi, sem sennilega hleypur á hundruðum, hefur í dag áframsent skilaboð til þingmanna og stjórnmálaflokka þar sem svokölluðu veipfrumvarpi er mótmælt harðlega. Skilaboðin innihalda öll meira og minna sama texta og hafa borist bæði á samfélagsmiðlum og í hefðbundnum tölvupósti það sem af er degi.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir á Facebook það þetta hafi neytt þingmenn til að búa til sérstakar síur í pósthólfum sínum sem útiloki alla pósta sem innihalda orð á borð við „veip“ og „vape“. Segir Helgi að vegna umfangs póstanna geti þingmenn ekki lengur sinnt skyldum sínum nema með því að sía út allt sem þeim berist um rafrettur. Vegna þessarar síu séu allar líkur á að þingmenn missi af því ef einhver sendir þeim efnislegan póst um veipmálið úr þessu. Allt grafist þetta undir endalausum fjölpósti um málið frá rafrettu-vinum. Helgi segir það vissulega skiljanlega hugmynd að reyna að fanga athygli ráðamanna með þessum hætti og efast ekki um að fólki gangi gott eitt til. Hugmyndin sé engu að síður slæm þar sem hún dragi úr getu þingmanna til að kynna sér efnið og afli málefninu sjálfu engan stuðning. Hóp-póstar sem þessir skemmi fyrir öllum, bæði þingmönnum sem séu að reyna að vinna sína vinnu og þeim sem þurfi að koma upplýsingum til þingmanna um málefnið sem póstarnir fjalla um. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur pósturinn um veipfrumvarpið einnig verið sendur ítrekað á Facebook síður allra helstu stjórnmálaflokka í dag. Einn þeirra sem stóð í slíkum sendingum sagðist enn engin svör hafa fengið að Pírötum undanskildum. Píratar lögðu fram sitt eigið frumvarp um rafrettur í fyrra sem er efnislega í mikilli andstöðu við þær takmarkanir sem koma fram í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Sem fyrr segir eru bréfin flest eins en með smávægilega breyttu orðalagi, textinn er svohljóðandi:Góðan dag.Ég vil koma því á framfæri við ykkur að þeir flokkar sem kjósa með vape frumvarpinu eiga ekki möguleika á mínu atkvæði í næstu kosningum.Ég get ekki réttlætt það að kjósa flokk sem berst á móti bættri heilsu og skaðaminnkandi leið fyrir reykingarfólk. Hvað þá flokk sem ræðst með þessum hætti að frelsi einstaklingsins og gerir það að engu.Virðingarfyllst,
Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00
Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00