Enski boltinn

Evans á leið til Leicester fyrir smáaura

Anton Ingi Leifsson skrifar
Evans er á leið til Leicester.
Evans er á leið til Leicester. vísir/getty

Jonny Evans, varnarmaður WBA, hefur komist að samkomulagi við Leicester um að ganga í raðir liðsins í sumar samkvæmt heimildum Sky Sports.

WBA féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili og var Evans með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi yfirgefa WBA fyrir ákveðna upphæð falli WBA niður í B-deildina.

Talið er að Leicester borgi rúmlega þrjár milljónir punda sem er ekki mikið fyrir þennan öfluga varnarmann sem var meðal annars orðaður við Arsenal og Man. City í janúar-glugganum.

Evans er 30 ára gamall Norður-Íri sem hefur spilað 70 leiki fyrir landslið sitt. Hann kom til WBA frá Man. Utd sumarið 2015 en er annar leikmaðurinn sem Leicester fær í sumar.

Fyrr hafði liðið gengið frá samningi við Ricardo Pereira sem kemur í raðir Leiecester frá Porto. Leicester endaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.