Enski boltinn

Fimmfaldur Englandsmeistari nýjasti samherji Jóns Daða

Anton Ingi Leifsson skrifar
O'Shea í leik með Írum.
O'Shea í leik með Írum. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson fær nýjan samherja á næstu leiktíð en fyrrum leikmaður Manchester United, John O’Shea, hefur skrifað undir eins árs samning við Reading.

O’Shea hefur undanfarnar leiktíðir leikið með Sunderland en Sunderland féll á nýafstöðnu tímabili niður í C-deildina. Þeir féllu um tvær deildir á tveimur árum.

Þessi 37 ára gamli varnarmaður hefur skrifað undir eins árs samning við Reading og verður þar samherji Jóns Daða á næstu leiktíð.

O’Shea á afar farsælan feril að baki. Hann vann deildina fimm sinnum með United og var meðal annars leikmaður liðsins er liðið vann Meistaradeildina tímabilið 2007/2008.

Reading endaði í 20. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð, þremur stigum frá fallsæti. Jón Daði átti gott tímabil og var markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.