Erlent

Ræða búðir utan ESB

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, á nú í viðræðum við leiðtoga í öðrum Evrópuríkjum, þar á meðal Þýskalandi, Austurríki og Hollandi, um að setja upp sérstakar búðir fyrir hælisleitendur sem fengið hafa synjun.

Rasmussen vonast til að fyrstu skrefin verði tekin þegar á þessu ári. Hugmyndin gengur út á að setja upp búðirnar einhvers staðar í Evrópu en utan Evrópusambandsríkjanna.

Það er mat Rasmussen að koma eigi þeim fyrir sem synjað hefur verið um hæli í landi sem ekki er efst á lista hælisleitenda og þeirra sem smygla fólki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.