Erlent

Ræða búðir utan ESB

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, á nú í viðræðum við leiðtoga í öðrum Evrópuríkjum, þar á meðal Þýskalandi, Austurríki og Hollandi, um að setja upp sérstakar búðir fyrir hælisleitendur sem fengið hafa synjun.

Rasmussen vonast til að fyrstu skrefin verði tekin þegar á þessu ári. Hugmyndin gengur út á að setja upp búðirnar einhvers staðar í Evrópu en utan Evrópusambandsríkjanna.

Það er mat Rasmussen að koma eigi þeim fyrir sem synjað hefur verið um hæli í landi sem ekki er efst á lista hælisleitenda og þeirra sem smygla fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×