Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. júní 2018 14:45 Leiðtogar Kanada og Bandaríkjanna eru ekki beint bestu vinir þessa dagana Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn á ný vakið kátínu netverja með staðreyndavillum. Í þetta sinn sagði Trump að Kanadamenn hefðu brennt Hvíta húsið til grunna og því væri réttlætanlegt að skilgreina tolla á kanadískar vörur sem hluta af þjóðaröryggisáætlun. Ummælin féllu í símtali Trumps við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrir mánaðamót en ekki var greint frá þeim fyrr en í gær. Sjónvarpsstöðin CNN ræddi við heimildamann sem sagði að samtalið hafi ekki farið vel fram og báðir menn verið mjög greinilega pirraðir. Þegar Trudeau sagði Trump að það væri fjarstæðukennt að skilgreina verndartolla á kanadískar vörur sem þjóðaröryggismál svaraði Trump með því að spyrja hvort Kanadamenn hefðu ekki gerst sekir um að brenna Hvíta húsið til grunna á sínum tíma. Trudeau vissi víst ekki alveg hvað hann átti að segja. Sennilega var Trump að vísa til stríðsins sem kennt er við 1812 þegar breskt herlið brenndi vissulega Hvíta húsið. Kanada var hins vegar ekki til á þeim tíma, ríkið var stofnað 1867. Eina leiðin til að gera gott úr þessari söguskoðun er að vísa til þess árásin á Washington, sem endaði með eldhafi í Hvíta húsinu og víðar í Washington, var gerð í hefndum fyrir árás Bandaríkjamanna á bæinn York í bresku nýlendunni Ontario. Ontario varð síðar hluti af Kanada. Kanada Tengdar fréttir Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn á ný vakið kátínu netverja með staðreyndavillum. Í þetta sinn sagði Trump að Kanadamenn hefðu brennt Hvíta húsið til grunna og því væri réttlætanlegt að skilgreina tolla á kanadískar vörur sem hluta af þjóðaröryggisáætlun. Ummælin féllu í símtali Trumps við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrir mánaðamót en ekki var greint frá þeim fyrr en í gær. Sjónvarpsstöðin CNN ræddi við heimildamann sem sagði að samtalið hafi ekki farið vel fram og báðir menn verið mjög greinilega pirraðir. Þegar Trudeau sagði Trump að það væri fjarstæðukennt að skilgreina verndartolla á kanadískar vörur sem þjóðaröryggismál svaraði Trump með því að spyrja hvort Kanadamenn hefðu ekki gerst sekir um að brenna Hvíta húsið til grunna á sínum tíma. Trudeau vissi víst ekki alveg hvað hann átti að segja. Sennilega var Trump að vísa til stríðsins sem kennt er við 1812 þegar breskt herlið brenndi vissulega Hvíta húsið. Kanada var hins vegar ekki til á þeim tíma, ríkið var stofnað 1867. Eina leiðin til að gera gott úr þessari söguskoðun er að vísa til þess árásin á Washington, sem endaði með eldhafi í Hvíta húsinu og víðar í Washington, var gerð í hefndum fyrir árás Bandaríkjamanna á bæinn York í bresku nýlendunni Ontario. Ontario varð síðar hluti af Kanada.
Kanada Tengdar fréttir Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36