Íslenski boltinn

Selfoss riftir samningi sínum við Espinosa

Einar Sigurvinsson skrifar
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss.
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss. vísir/vilhelm

Selfoss hefur rift samningi sínum við Toni Espoinosa Mossi eftir að hann gekk af velli á 37. mínútu í leik Selfoss og Hauka í Inkasso-deildinni í gær.

Toni Espinosa gekk af leikvelli þegar lið hans var 2-0 undir og settist á varamannabekk Selfyssinga. Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss tók skömmu síðar eftir því og setti Svavar Berg Jóhannsson inn á völlinn.

Í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn sagði Gunnar Borgþórsson, að skiptingin hafi verið ekki verið af frumkvæði Espinosa.

„Það var bara skipting, við þurftum að gera breytingu snemma í leiknum því það var ekkert að ganga upp,“ sagði Gunnar um skiptinguna í leikslok í gær.

Yfirlýsing Selfyssinga:

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur rift samningi sínum við Toni Espinosa, leikmann meistaraflokks karla, vegna atviks sem kom upp í leik gegn Haukum í Inkasso-deildinni í gærkvöldi.

Espinosa sýndi af sér hegðun sem er ekki í samræmi við gildi okkar Selfyssinga; Gleði, virðing og fagmennska.

Deildin hefur því sagt upp samningi leikmannsins frá og með deginum í dag.

Virðingarfyllst,
stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.