Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Lilja Rafney Magnúsdóttir Vísir Meirihluti atvinnuveganefndar þingsins hefur samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og formaður nefndarinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiðigjald almanaksársins 2018 endurreiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blálok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á mettíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í FæreyjumAlbertína Friðbjörg ElíasdóttirVísirLækkun veiðigjaldanna er krónutölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónutölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frumvarp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans.“Úr greinargerð með frumvarpinu„Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávarútvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálfstæðra atvinnurekenda í sjávarútvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar þingsins hefur samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og formaður nefndarinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiðigjald almanaksársins 2018 endurreiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blálok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á mettíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í FæreyjumAlbertína Friðbjörg ElíasdóttirVísirLækkun veiðigjaldanna er krónutölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónutölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frumvarp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans.“Úr greinargerð með frumvarpinu„Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávarútvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálfstæðra atvinnurekenda í sjávarútvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent