Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2018 18:45 Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í dag til umfjöllunar á fundi sínum frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu, sem var unnið af atvinnuvegaráðuneytinu og meirihluta nefndarinnar, eru veiðigjöld á landaðan afla næsta fiskveiðiárs lækkaðar. Ráðist er í endurskoðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar. Veiðigjöld á flestar tegundir lækkar. Sem dæmi verður veiðigjald af kílói óslægðs afla af kolmunna rúmlega 1 króna nái frumvarpið fram að ganga. Í Færeyjum er viðhöfð svokölluð uppboðsleið á þeim tegundum sem eru bundnar aflamarki. Í tveimur nýlegum uppboðum aflaheimilda á kolmunna fengust 6 krónur fyrir kílóið af þessari tegund. Annars vegar er um að ræða uppboð frá 26. apríl síðastliðnum og hins vegar uppboð frá 2. maí. Þar fór kílóið af kolmunna eða „svartkjafti“ eins og hann heitir á færeysku á verði á bilinu 0,37 færeyskar (danskar) eða 6 krónur íslenskar á kílóið upp í 0,58 danskar krónur eða rúmlega 9 íslenskar krónur kílóið. Þetta þýðir að nái frumvarp um breytingar á veiðigjöldum fram að ganga í óbreyttri mynd fær íslenska ríkið 83 prósent lægra verð fyrir kílóið af kolmunna en fékkst í þessum uppboðum í Færeyjum ef við miðum við lægsta verðið sem fékkst. Þess má geta að þetta er kolmunni af nákvæmlega sama stofni.„Gríðarlega stór pólitísk ákvörðun“ í lok þings Albertína Friðbjörg Elíasdóttir situr í atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún telur það mjög gagnrýnivert af stjórnarmeirihlutanum að leggja til svo víðtækar breytingar á veiðigjöldum rétt fyrir þingfrestun. „Það er verið að lækka langflestar tegundir og það er verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna og það nær þvert til allra útgerða. Þannig að þetta er gríðarlega stór pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin er að leggja til í lok þingsins. Eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við,“ segir Albertína. Meirihluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið úr nefndinni í dag. „Við vorum þrjú sem greiddum atkvæði á móti því að þetta frumvarp væri afgreitt úr nefndinni. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þetta fær í framhaldinu. Við munum allavega mótmæla þessu harðlega og höfum gert það,“ segir Albertína. Ekki náðist í Lilju Rafney Magnúsdóttir formann atvinnuveganefndar vegna málsins. Þá vildi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi og vísaði í formann nefndarinnar. Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í dag til umfjöllunar á fundi sínum frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu, sem var unnið af atvinnuvegaráðuneytinu og meirihluta nefndarinnar, eru veiðigjöld á landaðan afla næsta fiskveiðiárs lækkaðar. Ráðist er í endurskoðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar. Veiðigjöld á flestar tegundir lækkar. Sem dæmi verður veiðigjald af kílói óslægðs afla af kolmunna rúmlega 1 króna nái frumvarpið fram að ganga. Í Færeyjum er viðhöfð svokölluð uppboðsleið á þeim tegundum sem eru bundnar aflamarki. Í tveimur nýlegum uppboðum aflaheimilda á kolmunna fengust 6 krónur fyrir kílóið af þessari tegund. Annars vegar er um að ræða uppboð frá 26. apríl síðastliðnum og hins vegar uppboð frá 2. maí. Þar fór kílóið af kolmunna eða „svartkjafti“ eins og hann heitir á færeysku á verði á bilinu 0,37 færeyskar (danskar) eða 6 krónur íslenskar á kílóið upp í 0,58 danskar krónur eða rúmlega 9 íslenskar krónur kílóið. Þetta þýðir að nái frumvarp um breytingar á veiðigjöldum fram að ganga í óbreyttri mynd fær íslenska ríkið 83 prósent lægra verð fyrir kílóið af kolmunna en fékkst í þessum uppboðum í Færeyjum ef við miðum við lægsta verðið sem fékkst. Þess má geta að þetta er kolmunni af nákvæmlega sama stofni.„Gríðarlega stór pólitísk ákvörðun“ í lok þings Albertína Friðbjörg Elíasdóttir situr í atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún telur það mjög gagnrýnivert af stjórnarmeirihlutanum að leggja til svo víðtækar breytingar á veiðigjöldum rétt fyrir þingfrestun. „Það er verið að lækka langflestar tegundir og það er verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna og það nær þvert til allra útgerða. Þannig að þetta er gríðarlega stór pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin er að leggja til í lok þingsins. Eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við,“ segir Albertína. Meirihluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið úr nefndinni í dag. „Við vorum þrjú sem greiddum atkvæði á móti því að þetta frumvarp væri afgreitt úr nefndinni. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þetta fær í framhaldinu. Við munum allavega mótmæla þessu harðlega og höfum gert það,“ segir Albertína. Ekki náðist í Lilju Rafney Magnúsdóttir formann atvinnuveganefndar vegna málsins. Þá vildi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi og vísaði í formann nefndarinnar.
Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira