Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon. Donald Trump Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon.
Donald Trump Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira