Fótbolti

Sara Björk: Mun koma aftur sterkari en nokkru sinni fyrr

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara liggur óvíg eftir.
Sara liggur óvíg eftir. vísir/getty

Það var viðburðarríkur dagur í lífi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu áður en hún þurfti að fara meidd af velli í seinni hálfleik. Sara Björk tjáði sig um gærdaginn á Twitter í dag.

„Það er erfitt að lýsa vonbrigðunum eftir tapið í gær. En ég mun snúa til baka sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Sara á Twitter.

Sara Björk átti eitt efnilegasta marktækifæri Wolfsburg í fyrri hálfleik þegar hún átti skalla að marki snemma leiks. Hún meiddist hins vegar á hásin í þeim seinni og þurfti að hætta leik. Hásinin er ekki slitin en hefur verið að trufla landsliðsfyrirliðan undan farið.

Það á eftir að koma í ljós hvort Sara Björk nái landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli 11. júní. Ísland er eina liðið sem er taplaust í riðlinum, er stigi á eftir Þýskalandi í öðru sæti en á leik til góða á Þjóðverjana.

Sara Björk þakkar fyrir stuðninginn í skilaboðum sínum og minnir alla á að halda áfram að trúa, hvað sem kemur upp á.

„Ekki efast um sjálfan þig. Ekki leyfa neinum að segja þér þú getir ekki gert eitthvað. Eltu drauma þína og markmið án þess að hika og ef þér mistekst þá skalt þú reyna aftur og aftur,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir.


 


Tengdar fréttir

Hásinin ekki slitin hjá Söru

Sara Björk Gunnarsdóttir segir að hásinin sé ekki slitin en hún þarf að fara í myndatöku og þá komi í ljós hversu alvarleg meiðsli hennar séu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.