Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 19:33 Rajoy á undir högg að sækja eftir að dómar féllu í spillingarmáli Lýðflokksins í síðustu viku. Vísir/AFP Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira