Fótbolti

Bale snýr ekki aftur til Tottenham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gareth Bale með Meistaradeildarbikarinn.
Gareth Bale með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty
Gareth Bale sagði í viðtölum eftir leik Real Madrid og Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu að hann væri óánægður með stöðu sína hjá Real og er nú talið að hann muni mögulega yfirgefa herbúðir spænska félagsins. Endurkoma til Tottenham er þó ekki möguleiki fyrir Walesverjann samkvæmt fjölmiðlum í Englandi.

Bale átti frábæra innkomu inn í lið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn og skoraði tvö mörk. Hann mun funda með forráðamönnum Real Madrid á næstu dögum.

Manchester United og Chelsea eru sögð hafa áhuga á Bale en áhuginn sé minni hjá hans gamla félagi Tottenham. Bale á enn eftir fjögur ár á samningi sínum hjá Madrid og eru launakröfur hans mun hærri en hæstu laun núverandi leikmanna Spurs.

„Ég veit ekki hvar ég mun vera. Ég mun setjast niður og ræða málin með umboðsmanni mínum. Kannski verð ég hér áfram, kannski ekki,“ sagði Bale eftir úrslitaleikinn í Kænugarði.

Hinn 28 ára Bale hefur einnig verið orðaður við PSG , Bayern München og Juventus.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×