Hef bætt leik minn hér í Noregi Hjörvar Ólafsson skrifar 10. maí 2018 15:00 Svava Rós með boltann á tánum í viðureign Íslands og Noregs á La Manga í janúar. Vísir/Getty Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur byrjað afar vel á sínu fyrsta tímabili hjá norska liðinu Røa. Hún gekk í raðir Røa í upphafi ársins og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins í norsku efstu deildinni á yfirstandandi leiktíð. Røa gekk reyndar ekki í takt við góða byrjun Svövu Rósar, en liðið beið ósigur í þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Gæfan snerist síðan liðinu í hag og liðið hefur haft betur í síðustu tveimur deildarleikjum sínum, en Svava Rós hefur verið á skotskónum í báðum sigurleikjunum. Røa hífði sig þar af leiðandi frá fallsvæði deildarinnar og hún er í seilingarfjarlægð frá markahæstu leikmönnum deildarinnar. Svava Rós hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið, en hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í undankeppni HM 2019 þegar liðið sigraði Færeyjar nýverið í leik liðanna í Þórshöfn. Hún hóf leikinn á hægri kantinum og stóð sig með prýði í 5-0 sigri liðsins. Svava Rós lagði upp annað mark Íslands í leiknum þegar hún renndi boltanum á Rakel Hönnudóttur sem skilaði boltanum í netið. Svava Rós hefur nú þegar skorað meira fyrir Røa á þessari leiktíð, en allt síðasta keppnistímabil í deildinni fyrir Breiðablik. Hún skoraði þrjú mörk fyrir Breiðablik, en lét svo enn frekar til sín taka þegar kom að því að leggja upp mörk fyrir samherja sína. Svava Rós var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar síðasta sumar og raunar sumarið þar áður sömuleiðis. „Við fórum rólega af stað í deildinni, en við stóðum okkur hins vegar vel á móti Lilleström sem er með besta lið deildarinnar. Þetta er mjög jöfn deild og það hafa öll lið verið að kroppa stig af hvert öðru. Lilleström er hins vegar í sérflokki og ég held að þær verði meistarar. Við höfum bætt okkar spilamennsku undanfarið og náð að landa sigrum í tveimur síðustu leikjunum. Það er stutt í liðin fyrir ofan okkur og sigur gegn Avaldsnes gæti lyft okkur upp um nokkur sæti,“ segir Svava Rós. „Mér líður mjög vel hérna og allur aðbúnaður er mjög góður. Ég get einbeitt mér meira að fótboltanum hérna en heima og ég æfi alla jafna tvisvar á dag. Mér finnst ég hafa bætt mig eftir að ég kom hingað og ýmsir þættir sem voru ekki nógu góðir í mínum leik hafa batnað. Við erum með fínt lið sem getur haft betur í öllum leikjum sem við spilum og við stefnum að því að vera við topp deildarinnar,“ segir hún um það hvernig málin standa hjá liðinu. „Mér hefur gengið vel persónulega, en aðalástæðan fyrir því að ég er að skora meira hér en hjá Breiðabliki er að ég er að spila frammi hérna. Ég hef klárað vel þau færi sem ég hef fengið og ég er aðgangsharðari fyrir framan markið en áður. Ég hef meira sjálfstraust til þess að klára færin upp á eigin spýtur og ég er orðin betri í að klára færin en ég var. Ég hef ekki sett mér nein markmið um fjölda marka á tímabilinu, en set stefnuna á að skora fyrir hvern leik,“ segir Svava Rós. „Það er svolítið síðan ég spilaði síðast sem framherji. Ég og Elín Metta [Jensen] skiptum því á milli okkar að spila á kantinum og frammi þegar við vorum saman hjá Val. Það er mjög gaman að rifja upp gamla takta í framlínunni og fá að vera meira í baráttunni inni i vítateig andstæðinganna en áður. Ég get nýtt hraða minn og kraft í þessari stöðu og markmiðið er að bæta skottæknina enn frekar. Það er vonandi að ég haldi áfram á skotskónum,“ segir hún enn frekar um spilamennsku sína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur byrjað afar vel á sínu fyrsta tímabili hjá norska liðinu Røa. Hún gekk í raðir Røa í upphafi ársins og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins í norsku efstu deildinni á yfirstandandi leiktíð. Røa gekk reyndar ekki í takt við góða byrjun Svövu Rósar, en liðið beið ósigur í þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Gæfan snerist síðan liðinu í hag og liðið hefur haft betur í síðustu tveimur deildarleikjum sínum, en Svava Rós hefur verið á skotskónum í báðum sigurleikjunum. Røa hífði sig þar af leiðandi frá fallsvæði deildarinnar og hún er í seilingarfjarlægð frá markahæstu leikmönnum deildarinnar. Svava Rós hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið, en hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í undankeppni HM 2019 þegar liðið sigraði Færeyjar nýverið í leik liðanna í Þórshöfn. Hún hóf leikinn á hægri kantinum og stóð sig með prýði í 5-0 sigri liðsins. Svava Rós lagði upp annað mark Íslands í leiknum þegar hún renndi boltanum á Rakel Hönnudóttur sem skilaði boltanum í netið. Svava Rós hefur nú þegar skorað meira fyrir Røa á þessari leiktíð, en allt síðasta keppnistímabil í deildinni fyrir Breiðablik. Hún skoraði þrjú mörk fyrir Breiðablik, en lét svo enn frekar til sín taka þegar kom að því að leggja upp mörk fyrir samherja sína. Svava Rós var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar síðasta sumar og raunar sumarið þar áður sömuleiðis. „Við fórum rólega af stað í deildinni, en við stóðum okkur hins vegar vel á móti Lilleström sem er með besta lið deildarinnar. Þetta er mjög jöfn deild og það hafa öll lið verið að kroppa stig af hvert öðru. Lilleström er hins vegar í sérflokki og ég held að þær verði meistarar. Við höfum bætt okkar spilamennsku undanfarið og náð að landa sigrum í tveimur síðustu leikjunum. Það er stutt í liðin fyrir ofan okkur og sigur gegn Avaldsnes gæti lyft okkur upp um nokkur sæti,“ segir Svava Rós. „Mér líður mjög vel hérna og allur aðbúnaður er mjög góður. Ég get einbeitt mér meira að fótboltanum hérna en heima og ég æfi alla jafna tvisvar á dag. Mér finnst ég hafa bætt mig eftir að ég kom hingað og ýmsir þættir sem voru ekki nógu góðir í mínum leik hafa batnað. Við erum með fínt lið sem getur haft betur í öllum leikjum sem við spilum og við stefnum að því að vera við topp deildarinnar,“ segir hún um það hvernig málin standa hjá liðinu. „Mér hefur gengið vel persónulega, en aðalástæðan fyrir því að ég er að skora meira hér en hjá Breiðabliki er að ég er að spila frammi hérna. Ég hef klárað vel þau færi sem ég hef fengið og ég er aðgangsharðari fyrir framan markið en áður. Ég hef meira sjálfstraust til þess að klára færin upp á eigin spýtur og ég er orðin betri í að klára færin en ég var. Ég hef ekki sett mér nein markmið um fjölda marka á tímabilinu, en set stefnuna á að skora fyrir hvern leik,“ segir Svava Rós. „Það er svolítið síðan ég spilaði síðast sem framherji. Ég og Elín Metta [Jensen] skiptum því á milli okkar að spila á kantinum og frammi þegar við vorum saman hjá Val. Það er mjög gaman að rifja upp gamla takta í framlínunni og fá að vera meira í baráttunni inni i vítateig andstæðinganna en áður. Ég get nýtt hraða minn og kraft í þessari stöðu og markmiðið er að bæta skottæknina enn frekar. Það er vonandi að ég haldi áfram á skotskónum,“ segir hún enn frekar um spilamennsku sína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira