Enski boltinn

Sjáðu De Gea tryggja sér gullhanskann og United annað sætið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David De Gea hélt oftast hreinu.
David De Gea hélt oftast hreinu. vísir/getty
Manchester United gerði markalaust jafntefli við West Ham í Lundúnum í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi.

Stigið tryggði United annað sætið í deildinni en það er með fjögurra stiga forskot á næstu lið í baráttunni um silfrið. United hefur ekki endað ofar í fimm ár.

Spænski markvörðurinn David De Gea, sem var útnefndur besti leikmaður liðsins þriðja árið í röð á lokahófi þess um daginn, náði líka merkum áfanga á sínum ferli í gærkvöldi.

De Gea hélt hreinu í 18. sinn í deildinni og tryggði sér með því gullhanskann sem sá markvörður sem heldur oftast hreinu á tímabilinu. Edersen, markvörður Manchester City, hefur 16 sinnum haldið hreinu og á aðeins einn leik eftir.

„Það er góð tilfinning að vinna minn fyrsta gullhanska. Ég er ánægður með það því þetta þýðir að við höfum varist vel. Ég er ánægður fyrir mína hönd og fyrir hönd liðsins,“ sagði David De Gea.

Hér að neðan má sjá allt það helsta úr leiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×