Erlent

Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Jeffress segir ekkert nýtt í þeim boðskap sínum að allir nema sannkristnir fari til helvítis
Jeffress segir ekkert nýtt í þeim boðskap sínum að allir nema sannkristnir fari til helvítis Gage Skidmore / Wikimedia Commons
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. Opnun sendiráðsins er nú þegar afar umdeild þar sem margir telja að í henni felist viðurkenning á yfirráðum Ísraels yfir borginni, þvert á samþykktir Sameinuðu þjóðanna.

Trump stjórnin bauð baptistaprestinum Robert Jeffress frá Texas að leiða athöfnina í Jerúsalem í dag en hann hefur meðal annars sagt að gyðingar, mormónar og múslimar fari allir rakleitt til helvítis. Romney, sem er sjálfur mormóni, segir rangt að bjóða fordómafullum ofstækismanni að leiða þessa sögulegu athöfn.

Jeffress svaraði Romney fullum hálsi á Twitter í morgun og sagði það hvorki fordóma né nýjar fréttir að þeir sem ekki gerðu Krist að leiðtoga lífs síns myndu fara til helvítis. Það hefði legið nokkuð ljóst fyrir síðustu tvö þúsund ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×