Á bolnum hafi aðeins verið mynd af meginlandi ríksins - en ekki landsvæðum sem Kínverjar gera tilkall til; eins og Taívan og Tíbet.
Myndir af bolnum, sem kínverskur netverji rak augun í á ferð sinni um Kanada á dögunum, fóru sem eldur í sinu um kínverska samfélagsmiðillinn Weibo. Breska ríkisútvarpið áætlar að Gap hafi borist mörg hundruð kvartanir á örskömmum tíma frá reiðum Kínverjum sem fannst bolurinn vega að sjálfu fullveldi Kína.
Stjórnvöld í Peking líta á Taívan sem órjúfanlegan hluta kínverska ríkisins og viðurkenna því ekki stjórnvöld þar. Að sama skapi er það skoðun kínverskra yfirvalda að Tíbet sé sjálfsstjórnarhérað innan Kína.
Fyrirtækið hefur heitið því að bolurinn og aðrar flíkur sem framleiddar verða í framtíðinni muni sæta „ítarlegri endurskoðun“ svo að sambærilegt mál komi ekki aftur upp. Öllum bolunum sem selja átti í Kína hefur verið eytt, hvað verður um bolina sem selja átti annars staðar er ekki vitað.
American clothing retailer @Gap on Monday apologized for printing incomplete Chinese map on T-shirts for sales outside #China, said the brand respects China's sovereignty and territorial integrity pic.twitter.com/uHJoLnpmr6
— People's Daily,China (@PDChina) May 14, 2018