Viðar heiðraður fyrir frækið björgunarstarf Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 16:30 Frá fundi Viðars og Tusha árið 2013. Læknirinn Viðar Magnússon var í dag heiðraður, ásamt þremur fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, fyrir að bjarga lífi Thusha Kamaleswaran þegar hún varð fyrir skoti árið 2011. Viðar var einn af þeim sem voru fyrstir á vettvang og bjargaði hann lífi hennar með því að framkvæma viðkvæma skurðaðgerð á staðnum. Tusha var fimm ára og var hún að leika sér í verslun frænda síns í London þegar þrír menn hlupu þangað inn á flótta undan öðrum mönnum. Mennirnir fyrir utan skutu á verslunina og lenti eitt skotið í brjóstholi Tusha. Hún er yngsta fórnarlamb skotárásar í Bretlandi og fékk árásin mikla athygli í fjölmiðlum ytra. Í samtali við Vísi segir Viðar að tveir sjúkraflutningamenn hafi mætt á vettvang og kallað á hann og bráðatækni sem voru í sjúkraþyrlu London. Þeir þó verið í nágrenninu. Í ljós kom að kúlan hafði gert gat á lunga Tusha og loft hafi flætt inn í brjósthol hennar og myndað þar mikinn þrýsting. „Hún var hætt að geta talað og var að gefast upp. Við töldum að hún myndi ekki þrauka keyrsluna á sjúkrahúsið og ætluðum að svæfa hana þegar hún fór í hjartastopp, vegna þrýstingsins frá gatinu á lunga hennar,“ segir Viðar.Viðar var í spjalli í Reykjavík Síðdegis í dag.Þá framkvæmdi Viðar aðgerða á henni og opnaði lítið gat á milli rifbeina hennar sem hleypti loftinu út og létti á þrýstingnum. Við það fékk Tusha púls aftur og var hún svæfð, sett í öndunarvél og flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð. Viðar segir einnig að þegar Tusha var vakin, þremur vikum seinna, hafi komið í ljós að brot úr byssukúlunni sem hæfði hana hefði slitið æð sem nærði hluta mænu hennar. Því sé hún lömuð. Tusha hefur þó sýnt fram á að hún geti hreyft fæturna og segir Viðar að ekki sé öll von úti enn. Tilefni þess að Viðar var heiðraður fyrir björgunina er að National Health Service, eða heilbrigðisþjónusta Bretlands, er 70 ára á þessu ári. Miðlarnir Mirror og ITV efndu til verðlaunahátíðar fyrir hetjudáðir starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar.Hér má sjá myndband frá endurfundi Viðars og Tusha frá árinu 2013.Viðar segir áhugavert að hafa fengið að taka þátt í verðlaunaathöfninni þar sem fáir einstaklingar hafi verið heiðraðir. Alls voru veitt verðlaun í tólf flokkum. Fjölmargar tilnefningar bárust og voru sigurvegararnir valdir af dómnefnd og kosningu. „En í raun og veru kem ég þarna inn sem fulltrúi þessarar ótrúlegu þjónustu sem ég vann fyrir á þessum tíma. Sjúkraþyrlan í London er heimsfræg fyrir það sem þeir hafa náð að gera og þessa þjónustu sem þeir veita,“ segir Viðar. Verðlaunaafhendingunni verður svo sjónvarpað af ITV næsta mánudag. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Læknirinn Viðar Magnússon var í dag heiðraður, ásamt þremur fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, fyrir að bjarga lífi Thusha Kamaleswaran þegar hún varð fyrir skoti árið 2011. Viðar var einn af þeim sem voru fyrstir á vettvang og bjargaði hann lífi hennar með því að framkvæma viðkvæma skurðaðgerð á staðnum. Tusha var fimm ára og var hún að leika sér í verslun frænda síns í London þegar þrír menn hlupu þangað inn á flótta undan öðrum mönnum. Mennirnir fyrir utan skutu á verslunina og lenti eitt skotið í brjóstholi Tusha. Hún er yngsta fórnarlamb skotárásar í Bretlandi og fékk árásin mikla athygli í fjölmiðlum ytra. Í samtali við Vísi segir Viðar að tveir sjúkraflutningamenn hafi mætt á vettvang og kallað á hann og bráðatækni sem voru í sjúkraþyrlu London. Þeir þó verið í nágrenninu. Í ljós kom að kúlan hafði gert gat á lunga Tusha og loft hafi flætt inn í brjósthol hennar og myndað þar mikinn þrýsting. „Hún var hætt að geta talað og var að gefast upp. Við töldum að hún myndi ekki þrauka keyrsluna á sjúkrahúsið og ætluðum að svæfa hana þegar hún fór í hjartastopp, vegna þrýstingsins frá gatinu á lunga hennar,“ segir Viðar.Viðar var í spjalli í Reykjavík Síðdegis í dag.Þá framkvæmdi Viðar aðgerða á henni og opnaði lítið gat á milli rifbeina hennar sem hleypti loftinu út og létti á þrýstingnum. Við það fékk Tusha púls aftur og var hún svæfð, sett í öndunarvél og flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð. Viðar segir einnig að þegar Tusha var vakin, þremur vikum seinna, hafi komið í ljós að brot úr byssukúlunni sem hæfði hana hefði slitið æð sem nærði hluta mænu hennar. Því sé hún lömuð. Tusha hefur þó sýnt fram á að hún geti hreyft fæturna og segir Viðar að ekki sé öll von úti enn. Tilefni þess að Viðar var heiðraður fyrir björgunina er að National Health Service, eða heilbrigðisþjónusta Bretlands, er 70 ára á þessu ári. Miðlarnir Mirror og ITV efndu til verðlaunahátíðar fyrir hetjudáðir starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar.Hér má sjá myndband frá endurfundi Viðars og Tusha frá árinu 2013.Viðar segir áhugavert að hafa fengið að taka þátt í verðlaunaathöfninni þar sem fáir einstaklingar hafi verið heiðraðir. Alls voru veitt verðlaun í tólf flokkum. Fjölmargar tilnefningar bárust og voru sigurvegararnir valdir af dómnefnd og kosningu. „En í raun og veru kem ég þarna inn sem fulltrúi þessarar ótrúlegu þjónustu sem ég vann fyrir á þessum tíma. Sjúkraþyrlan í London er heimsfræg fyrir það sem þeir hafa náð að gera og þessa þjónustu sem þeir veita,“ segir Viðar. Verðlaunaafhendingunni verður svo sjónvarpað af ITV næsta mánudag.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira