Enski boltinn

Moyes farinn frá West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvað nú hjá herra Moyes?
Hvað nú hjá herra Moyes? vísir/getty
Knattspyrnustjórinn David Moyes er atvinnulaus enn eina ferðina en West Ham ákvað að slíta samstarfi við hann í dag.

Moyes entist því aðeins í hálft ár hjá félaginu sem hann þó bjargaði frá falli.

Þetta er þriðja starfið sem Moyes missir síðan hann var rekinn frá Man. Utd árið 2014. Hann fór fyrst til Real Sociedad, svo Sunderland og loks West Ham. Stutt stopp á öllum stöðum hjá Moyes sem þjálfaði Everton í ellefu ár.

Moyes gerði á sínum tíma sex ára samning við Man. Utd og í raun ætti að vera eitt ár eftir af þeim samningi. Hlutirnir hafa heldur betur ekki farið eins og hann vonaðist til.

Hvað nú tekur við er óvissa hjá Moyes sem verður í leit að vinnu í sumar. Svo skemmtilega vill reyndar til að stjórastaðan hjá Everton losnaði í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×