Innlent

Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sindri sést hér á Keflavíkurflugvelli þegar hann flúði land þann 17. apríl.
Sindri sést hér á Keflavíkurflugvelli þegar hann flúði land þann 17. apríl. Lögreglan á Suðurnesjum

Sindri Þór Stefánsson, sem flúði af Fangelsinu Sogni þann 17. apríl, kemur til Íslands á föstudaginn. Verjandi hans Þorgils Þorgilsson segir það hafa legið fyrir að Sindri kæmi fljótlega til landsins enda hefði Sindri ekki gert neinar athugasemdir við fyrirhugað framsal.

Lögreglan á Suðurnesjum mun því þurfa að taka ákvörðun á föstudaginn hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir Sindra, eða þá farbann.

„Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir Þorgils.

Sindri var handtekinn í miðbæ Amsterdam þann 22. apríl og var í framhaldinu úrskurðaður í 19 daga gæsluvarðhald ytra. Hann sagðist í yfirlýsingu til Vísis á mánudag ekki skilja hvers vegna hann væri ekki frjáls ferða sinna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.