Enski boltinn

Fellaini kokhraustur: „Góðir leikmenn kosta að minnsta kosti 50 milljónir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fellaini fagnar um helgina.
Fellaini fagnar um helgina. vísir/getty
Marouane Fellaini, miðjumaður Man. Utd og hetjan gegn Arsenal um nýliðna helgi, segir að United hafi gert rangt með að bjóða honum ekki nýjan samning síðasta sumar og nú sé hann í góðri stöðu.

Jose Mourinho, stjóri United, sagði á mánudaginn að líkur væru á að Fellaini myndi vera áfram hjá félaginu en hann hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning. Núverandi samningur rennur út í sumar.

„Allt starfsfólkið er að gera allt til þess að ég verði áfram. Félagið endurnýjaði ekki samninginn á síðasta ári. Núna er ég í sterkri stöðu, sérstaklega eftir að Mourinho sagði að hann vildi halda mér,” sagði hinn hárprúði Fellaini.

„Á síðasta ári fór ég til stjórans og sagði að ég vildi nýjan samning. Síðan fór ég aftur á fund en ég vil ekki spyrja um þetta tíu sinnum. Síðan varð ég mikilvægur liðinu og góðir leikmenn kosta að minnsta kosti 50 milljónir punda.”

„Félagið gerði rangt þar. Ég er 30 ára og það eru nokkur félög sem hafa sýnt mér áhuga. Ég bíð og sé hvað gerist í sumar,” sagði Fellaini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×