Enski boltinn

Leikmenn Liverpool meiðast oftast í úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain meiddist illa á dögunum.
Chamberlain meiddist illa á dögunum. vísir/afp
Leikmann Manchester United hafa verið meiddir flesta daga á tímabilinu af stórliðunum sex í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn Liverpool meiðast þó oftast af stórliðunum eða alls 66 meiðsli á tímabilinu.

Sky Sports tók saman hversu marga daga leikmenn hvers liðs í ensku úrvalsdeildinni hafa verið meiddir og þar trónir Watford á toppnum.

Leikmenn liðsins hafa verið meiddir í 1871 daga á tímabilinu og þar fremstur í flokki Younes Kaboul sem hefur verið meiddur í 263 daga.

Af stórliðunum sex; Chelsea, Man. City, Man. Utd, Tottenham, Liverpool og Arsenal trónir United á toppnum með leikmenn sína meidda í alls 1154 daga á tímabilinu. Marouane Fellaini er þar efstur með 150 daga og Michael Carrick 125 daga.

Liverpool hefur þó hlotið flest meiðslin á tímabilinu eða alls 66 en nú á meiðslalistanum eru þeir Joe Gomez, Alex Oxlade-Chamberlain, Joe Gomez, Sadio Mane, Adam Lallana, Joel Matip og Emre Can.

Janúar mánuður var slæmur fyrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni því alls tóku sig upp 143 meiðsli í janúar mánuði. Það var mánuðurinn þar sem flestir leikmenn meiddust.

Meira um úttekt Sky Sports má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×