Enski boltinn

Cavani segir að það hafi verið vesen á Neymar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir ræða saman eftir leik í vetur.
Félagarnir ræða saman eftir leik í vetur. vísir/afp
Edinson Cavani, ein af stjörnum PSG í franska boltanum, viðurkennir að Neymar hafi ekki fallið eins og flís við rass er hann gekk í raðir liðsins frá Barcelona síðasta sumar.

Mikið fjölmiðlafár var í kringum Neymar og Cavani viðurkennir að það hafi verið vesen á Neymar þó að forráðamenn og leikmenn liðsins hafi neitað því á þeim tíma.

„Það er satt að það voru vandræði með Neymar. Við töuðum um þetta og ég sagði við hann að ég væri fyrsti maðurinn sem vildi að hann myndi vinna einstaklingsverðlaun,” sagði Cavani við RMC Sport.

„Hins vegar sagði ég honum frá því að það væri skilyrði að liðið myndi ganga fyrir. Ég er fótboltamaður. Ekki stjarna. Ég legg hart að mér og ef ég er með liðsfélaga sem getur unnið einstaklingsverðlaun, þá geri ég allt sem ég get til þess að það gerist.”

„Þeir verða að setja liðið í fyrsta sæti. Sem betur fer komumst við að niðurstöðu. Forráðamenn félagsins hafa tekið ákvörðun og ég verð að virða hana,” sagði Cavani að lokum.

PSG rústaði frönsku úrvalseildinni. Þeir eru með 91 stig og geta náð 100 stigum en þrír leikir eru eftir af leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×