Enski boltinn

35 milljónir punda fyrir hanskana?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Butland í leik með Stoke á leiktíðinni en líkur eru á að hann yfirgefi félagið falli það niður um deild.
Butland í leik með Stoke á leiktíðinni en líkur eru á að hann yfirgefi félagið falli það niður um deild. vísir/afp
Paul Lambert, stjóri Stoke, segir að 35 milljónir punda fyrir markvörð Stoke, Jack Butland, sé djók. Butland er sagður eftirsóttur en Stoke er í mikilli baráttu um að halda sér í deild þeirra bestu.

Stoke er þremur stigum frá öruggu sæti og spilar gegn Crystal Palace á laugardaginn en liðið þarf nauðsynlega á tveimur stigum að halda. Tveir leikir eru eftir af leiktíðinni og rembist Stoke við að bjarga sér.

„Er það fyrir hanskana?” sagði Lambert er hann var aðspurður hvort að hann yrði sáttur með 35 milljónir punda fyrir markvörðinn náa. „Á þessum markaði sem er í dag þá færðu kannski einn hanska fyrir það.”

„Þegar þetta verður komið í eðlilegra kaupverð verðum við að bíða og sjá. Ég þekki fólk hjá Wolves og kann vel við það en það fær kannski hægri höndina á Jack fyrir þennan pening.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×