Huddersfield nánast öryggt eftir jafntefli við City │Bikarinn á loft á Ethiad

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum.
Úr leiknum. vísir/getty
Huddersfield fór langleiðina með að tryggja sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni með því að gera 0-0 jafntefli við Manchester City nú rétt í þessu.

 

Fyrir leikinn var Huddersfield með 35 stig, tveimur stigum meira en Swansea og Southampton, sem mætast í vikunni. Eins og flestir vita þá var City  orðið Englandsmeistari fyrir þennan leik og var það ákveðið að bikarinn færi á loft eftir leikinn.

 

Eins og við var að búast var City með boltann nánast allan leikinn og sótti án afláts en ekkert mark lét sjá sig í fyrri hálfleiknum.

 

Það sama var uppá teningnum í seinni hálfleiknum og átti City nokkur góð færi undir lok leiksins en Huddersfield náði að halda út og lokatölur því 0-0.

 

Eftir leikinn er Huddersfield í 16. sæti með 36 stig á meðan City er komið með 94 stig á toppnum. Huddersfield getur gulltryggt sæti sitt gegn Chelsea í miðri viku með því að gera jafntefli.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira