Enski boltinn

Wenger: Arsenal mun berjast um titilinn á ný

Dagur Lárusson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Arsenal muni berjast um Englandsmeistaratitilinn eftir að hann hefur yfirgefið liðið.

 

Eins og flestir vita þá var það staðfest fyrir tveimur vikum að Arsene Wenger mun yfirgefa Arsenal eftir tímabilið eftir rúm 22 ár hjá félaginu. Hann segir að Arsenal eigi að vera á meðal bestu liðanna og að þeir muni berjast um titilinn á nýjan leik.

 

„Þetta er erfitt starf. Félagið hefur gengið í gegnum sitt erfiðasta tímabil á síðustu 10 árum eftir að hafa byggt leikvanginn.”

 

„Ég hélt alltaf að eftir árið 2016 væri félagið á kominn á þann stað að geta keppt við hin félögin fjárhagslega og við myndum berjast um titilinn aftur en það hefur ekki gerst.”

 

„Það sem ég gat ekki spáð fyrir var að hin félögin myndu einfaldlega verða ennþá fjárhagslega sterkari sem geri þetta allt mikið erfiðara.”

 

„Þrátt fyrir þennan fjárhagslega styrk hjá hinum stóru liðunum í deildinni tel ég að Arsenal muni berjast um titilinn á ný,”sagði Arsene Wenger.

 

Arsenal mun spila sinn síðasta heimaleik undur stjórn Arsene Wenger þegar liðið tekur á móti Burnley í dag.

 


Tengdar fréttir

Wenger mjög leiður eftir tap Arsenal

Arsene Wenger mun ekki kveðja Arsenal með titli. Það varð ljóst eftir tap liðsins gegn Atletico Madrid í Evrópudeild UEFA í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×