Telur ólíklegt að samningar náist á morgun í kjaradeilu ljósmæðra Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. maí 2018 14:54 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. vísir/eyþór Formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að samningar náist á morgun á næsta fundi í kjaradeilu þeirra við ríkið. Þeim hafi einungis verið boðin rúmlega fjögurra prósenta hækkun og enn ber mikið í milli. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú á morgun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að deilan leysist á þeim fundi. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að kröfur ljósmæðra væru tuttugu prósentum of háar. Hún segir ummæli sem þessi ekki hjálpa til. „Ekki miðað við þetta sem kom frá Bjarna í gær. Maður er ekki að upplifa það að það sé verið að liðka fyrir eða að fara að koma eitthvað útspil frá samninganefndinni. Maður hefur upplifað þetta sem í algjörum hnút. Á síðasta fundi með samninganefndinni fannst manni þá allavega vera samtal sem að við höfum ekki fundið svo mikið fyrir áður.“ Ljósmæðrum hefur einungis verið boðin 4,2 prósent launahækkun að sögn Katrínar. Hún segir ekki rétt að kröfur þeirra séu tuttugu prósentum yfir því. „Þessar upphæðir og prósentur sem að hafa verið nefndar þær eru ekki réttar.“ Hún segir ljósmæður hafa átt gott samtal við Svandísi Svavardóttur heilbrigðisráðherra. „Við eigum hauk í horni, eða semsagt hún skilur okkar stöðu en miðlægir kjarasamningar heyra ekki undir hennar embætti. Þetta er beint undir fjármálaráðuneyti.“ Katrín segir stefna í óefni á Landspítalanum. „1. júní munu 19 ganga út og svo bætast fleiri við hver mánaðarmót á eftir. Maður sér ekki annað fyrir sér en að hann verði bara óstarfhæfur.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að samningar náist á morgun á næsta fundi í kjaradeilu þeirra við ríkið. Þeim hafi einungis verið boðin rúmlega fjögurra prósenta hækkun og enn ber mikið í milli. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú á morgun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að deilan leysist á þeim fundi. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að kröfur ljósmæðra væru tuttugu prósentum of háar. Hún segir ummæli sem þessi ekki hjálpa til. „Ekki miðað við þetta sem kom frá Bjarna í gær. Maður er ekki að upplifa það að það sé verið að liðka fyrir eða að fara að koma eitthvað útspil frá samninganefndinni. Maður hefur upplifað þetta sem í algjörum hnút. Á síðasta fundi með samninganefndinni fannst manni þá allavega vera samtal sem að við höfum ekki fundið svo mikið fyrir áður.“ Ljósmæðrum hefur einungis verið boðin 4,2 prósent launahækkun að sögn Katrínar. Hún segir ekki rétt að kröfur þeirra séu tuttugu prósentum yfir því. „Þessar upphæðir og prósentur sem að hafa verið nefndar þær eru ekki réttar.“ Hún segir ljósmæður hafa átt gott samtal við Svandísi Svavardóttur heilbrigðisráðherra. „Við eigum hauk í horni, eða semsagt hún skilur okkar stöðu en miðlægir kjarasamningar heyra ekki undir hennar embætti. Þetta er beint undir fjármálaráðuneyti.“ Katrín segir stefna í óefni á Landspítalanum. „1. júní munu 19 ganga út og svo bætast fleiri við hver mánaðarmót á eftir. Maður sér ekki annað fyrir sér en að hann verði bara óstarfhæfur.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17