Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2018 15:17 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. vísir/eyþór Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er stál í stál í deilunni og lausn virðist ekki í sjónmáli þrátt fyrir marga sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Þórunn sagði almenning hafa fylgst forviða með þessari kjaradeilu. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni. Slík aðgerð kallar á samvinnu og samstöðu þvert á heildarsamtök launafólks. Almenningur hefur fylgst forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Elsta fagstétt kvenna á Íslandi mætir stífni og skilningsleysi af hálfu samninganefndar ríkisins. Ég ætla að fullyrða hér að þjónusta við sængurkonur og nýfædd börn sé undirstaða velferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjöregg þjóðar,“ sagði Þórunn meðal annars í ræðu sinni. Þá bætti hún við að ljósmæður, líkt og margar aðrar háskólamenntaðar kvennastéttir, stæðu frammi fyrir þeim kalda veruleika að menntun þeirra væri kerfisbundið ekki metin til launa. Þórunn sagði jafnframt að krafan um styttri vinnuvika hlyti að verða æ sterkari, ekki síst í ljósi þess að í framtíðinni sé því spáð að skortur verði á störfum, það er að sjálf vinnan verði takmörkuð auðlind. „En hvað þýðir þetta í raun fyrir kjara- og réttindabaráttu launafólks? Í fyrsta lagi hlýtur krafan um styttingu vinnuvikunnar að verða æ sterkari. Tilraunaverkefni BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar lofar góðu. Reynslan sýnir okkur að það er hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það bitni á afköstum og framleiðni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Samtök atvinnulífsins hafa lýst forneskjulegu viðhorfi til styttingar vinnuvikunnar. Viðhorfum sem eru úr takti við alla umræðu um þessi mál, bæði hér heima og erlendis. Styttri vinnuvika er lykillinn að því að okkur auðnist að skapa hér vinnumarkað sem er raunverulega fjölskylduvænn. Með breytingunni stuðlum við líka að minna álagi í starfi og drögum úr líkum á því að fólk verði kulnun að bráð og missi heilsuna, sem því miður er alltof algengt. Styttri vinnuvika er hagsmunamál alls samfélagsins – allra hagur!“ sagði Þórunn á baráttufundinum á Ingólfstorgi í dag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er stál í stál í deilunni og lausn virðist ekki í sjónmáli þrátt fyrir marga sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Þórunn sagði almenning hafa fylgst forviða með þessari kjaradeilu. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni. Slík aðgerð kallar á samvinnu og samstöðu þvert á heildarsamtök launafólks. Almenningur hefur fylgst forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Elsta fagstétt kvenna á Íslandi mætir stífni og skilningsleysi af hálfu samninganefndar ríkisins. Ég ætla að fullyrða hér að þjónusta við sængurkonur og nýfædd börn sé undirstaða velferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjöregg þjóðar,“ sagði Þórunn meðal annars í ræðu sinni. Þá bætti hún við að ljósmæður, líkt og margar aðrar háskólamenntaðar kvennastéttir, stæðu frammi fyrir þeim kalda veruleika að menntun þeirra væri kerfisbundið ekki metin til launa. Þórunn sagði jafnframt að krafan um styttri vinnuvika hlyti að verða æ sterkari, ekki síst í ljósi þess að í framtíðinni sé því spáð að skortur verði á störfum, það er að sjálf vinnan verði takmörkuð auðlind. „En hvað þýðir þetta í raun fyrir kjara- og réttindabaráttu launafólks? Í fyrsta lagi hlýtur krafan um styttingu vinnuvikunnar að verða æ sterkari. Tilraunaverkefni BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar lofar góðu. Reynslan sýnir okkur að það er hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það bitni á afköstum og framleiðni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Samtök atvinnulífsins hafa lýst forneskjulegu viðhorfi til styttingar vinnuvikunnar. Viðhorfum sem eru úr takti við alla umræðu um þessi mál, bæði hér heima og erlendis. Styttri vinnuvika er lykillinn að því að okkur auðnist að skapa hér vinnumarkað sem er raunverulega fjölskylduvænn. Með breytingunni stuðlum við líka að minna álagi í starfi og drögum úr líkum á því að fólk verði kulnun að bráð og missi heilsuna, sem því miður er alltof algengt. Styttri vinnuvika er hagsmunamál alls samfélagsins – allra hagur!“ sagði Þórunn á baráttufundinum á Ingólfstorgi í dag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46
Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent