Innlent

Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu.
Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu. VÍSIR/VILHELM
Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu.

Ljósmæðrafélaginu, sem tengist þó þessari ákvörðun ljósmæðranna ekki neitt að þeirra sögn, barst nefnilega bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að aðgerðir ljósmæðra séu með öllu óheimilar.

„Fjármála-og efnahagsráðneytið bendir ljósmæðrunum á að þær séu ríkisstarfsmenn og hafi ekki val um hvort þær vinni yfirvinnu eða ekki. Þeir vitna þar í lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna en þar segir m.a. að ríkisstarfsmanni sé skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum um starf sitt. Ljósmæður neyðast því nú að hlýða ríkisvaldinu og afturkalla fyrri yfirlýsingu og gera hana hér með ógilda. Ljósmæður virðast því vera ríkiseign!“ segir í tilkynningu frá ljósmæðrum á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítala.

Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að mikill erill væri á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild spítalans og að margar konur væru í fæðingu. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi á miðnætti og átti að meta stöðuna síðar í dag en ljóst er að ekki verður af því vegna fyrrnefnds bréfs frá ríkinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×