Telur ólíklegt að samningar náist á morgun í kjaradeilu ljósmæðra Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. maí 2018 14:54 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. vísir/eyþór Formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að samningar náist á morgun á næsta fundi í kjaradeilu þeirra við ríkið. Þeim hafi einungis verið boðin rúmlega fjögurra prósenta hækkun og enn ber mikið í milli. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú á morgun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að deilan leysist á þeim fundi. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að kröfur ljósmæðra væru tuttugu prósentum of háar. Hún segir ummæli sem þessi ekki hjálpa til. „Ekki miðað við þetta sem kom frá Bjarna í gær. Maður er ekki að upplifa það að það sé verið að liðka fyrir eða að fara að koma eitthvað útspil frá samninganefndinni. Maður hefur upplifað þetta sem í algjörum hnút. Á síðasta fundi með samninganefndinni fannst manni þá allavega vera samtal sem að við höfum ekki fundið svo mikið fyrir áður.“ Ljósmæðrum hefur einungis verið boðin 4,2 prósent launahækkun að sögn Katrínar. Hún segir ekki rétt að kröfur þeirra séu tuttugu prósentum yfir því. „Þessar upphæðir og prósentur sem að hafa verið nefndar þær eru ekki réttar.“ Hún segir ljósmæður hafa átt gott samtal við Svandísi Svavardóttur heilbrigðisráðherra. „Við eigum hauk í horni, eða semsagt hún skilur okkar stöðu en miðlægir kjarasamningar heyra ekki undir hennar embætti. Þetta er beint undir fjármálaráðuneyti.“ Katrín segir stefna í óefni á Landspítalanum. „1. júní munu 19 ganga út og svo bætast fleiri við hver mánaðarmót á eftir. Maður sér ekki annað fyrir sér en að hann verði bara óstarfhæfur.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að samningar náist á morgun á næsta fundi í kjaradeilu þeirra við ríkið. Þeim hafi einungis verið boðin rúmlega fjögurra prósenta hækkun og enn ber mikið í milli. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú á morgun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að deilan leysist á þeim fundi. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að kröfur ljósmæðra væru tuttugu prósentum of háar. Hún segir ummæli sem þessi ekki hjálpa til. „Ekki miðað við þetta sem kom frá Bjarna í gær. Maður er ekki að upplifa það að það sé verið að liðka fyrir eða að fara að koma eitthvað útspil frá samninganefndinni. Maður hefur upplifað þetta sem í algjörum hnút. Á síðasta fundi með samninganefndinni fannst manni þá allavega vera samtal sem að við höfum ekki fundið svo mikið fyrir áður.“ Ljósmæðrum hefur einungis verið boðin 4,2 prósent launahækkun að sögn Katrínar. Hún segir ekki rétt að kröfur þeirra séu tuttugu prósentum yfir því. „Þessar upphæðir og prósentur sem að hafa verið nefndar þær eru ekki réttar.“ Hún segir ljósmæður hafa átt gott samtal við Svandísi Svavardóttur heilbrigðisráðherra. „Við eigum hauk í horni, eða semsagt hún skilur okkar stöðu en miðlægir kjarasamningar heyra ekki undir hennar embætti. Þetta er beint undir fjármálaráðuneyti.“ Katrín segir stefna í óefni á Landspítalanum. „1. júní munu 19 ganga út og svo bætast fleiri við hver mánaðarmót á eftir. Maður sér ekki annað fyrir sér en að hann verði bara óstarfhæfur.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17