Erlent

Segir Tyrkland enn stefna á Evrópusambandsaðild

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Erdogan kynnti kosingaáherslur sínar í dag.
Erdogan kynnti kosingaáherslur sínar í dag. Vísir/AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði í dag að Tyrkland muni ekki gefast upp á því markmiði að verða hluti af Evrópusambandinu. Forsetinn ræddi um samband ESB og Tyrklands í ræðu í dag þar sem hann kynnti stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Reuters greinir frá.

Eins og greint hefur verið frá samþykkti tyrkneska þingið skyndikosningar þann 24. júní næstkomandi. Erdogan sagði þær nauðsynlegar til að greiða fyrir upptöku forsetaræðis í Tyrklandi.

Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005 en þá höfðu liðið átján ár frá því að landið sótti fyrst um. Evrópuþingið samþykkti í nóvember árið 2016 að stöðva aðildarviðræður Tyrklands vegna aðgerða Tyrklandsstjórnar í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar þar í landi.

Erdogan fundaði með embættismönnum Evrópusambandsins í Varna í Búlgaríu í mars síðastliðnum. Meðal þess sem rætt var á þeim fundi voru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir valdaránstilraunina og kröfu Tyrklands um að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana. Erdogan sakaði jafnframt forsvarsmenn ESB um að leggja stein í götu Tyrklands.

Fyrir rúmu ári sagði forsetinn að Evrópusambandið væri fasískt og grimmilegt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.