Ekki hægt að rekja hver skoðar gögnin Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Dæmi eru um að lýsingar á áverkum á kynfærum kvenna séu opnar öllum starfsmönnum dómstóla. Vísir/eyþór Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32