Ekki hægt að rekja hver skoðar gögnin Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Dæmi eru um að lýsingar á áverkum á kynfærum kvenna séu opnar öllum starfsmönnum dómstóla. Vísir/eyþór Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32