38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2018 12:00 Pelé var magnaður í Svíþjóð. vísir/getty Allir þekkja Pelé, einn besta, og að sumra mati, besta fótboltamann sögunnar. Pelé varð þrívegis heimsmeistari á glæstum ferli en hann mætti með látum til leiks á HM í Svíþjóð árið 1958. Vicente Feola, þáverandi þjálfari liðsins, ákvað að veðja á þennan 17 ára gamla strák sem hafði þreytt frumraun sína með landsliðinu ári áður. Sextán þjóðir frá þremur álfum tóku þátt á HM í Svíþjóð sem var ansi vel heppnað mót. Þarna var ekki styrkleikaraðað heldur var vestur-evrópskur pottur, austur-evrópskur, breskur og Ameríkupottur. Brassarnir drógust í nokkuð strembinn riðill með Sovétmönnum, Englandi og Austurríki en tvö efstu lið hvers riðils komust áfram.Pelé skorar á móti Frakklandi.vísir/gettyByrjaði á bekknum Pelé byrjaði á varamannabekknum fyrstu tvo leikina. Brassarnir áttu ekki í miklum vandræðum með að rúlla yfir Austurríki, 3-0, í fyrsta leik en gerðu svo markalaust jafntefli við Englendinga í öðrum leik. Pelé kom inn í byrjunarliðið fyrir þriðja leikinn sem Brassarnir unnu, 3-0, en Vavá skoraði bæði mörkin og brasilíska liðið komið í átta liða úrslitin nokkuð auðveldlega. Frammistaða Pelé var mögnuð og var ekki annað hægt en að setja hann í byrjunarliðið fyrir átta liða úrslitin. Drengurinn ungi, sem var ekki nema 17 ára gamall, þakkaði traustið og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Wales í átta liða úrslitum. Brassarnir nálguðust nú þarna annan heimsmeistaratitilinn en frábært lið Frakka með Just Fontaine í fararbroddi stóð í vegi fyrir þeim í undanúrslitunum. Frakkarnir höfðu pakkað saman Norður-Írlandi í átta liða úrslitum, 4-0, og voru líklegir til afreka á móti. Þeir voru með eitt besta liðið og þurfti brasilíska liðið nú á stórleik að halda.Brassar með bikarinn.vísir/gettyMetaregn Til að gera langa sögu stutta fóru Brassarnir á kostum á móti Frakklandi og á móti Svíþjóð í úrslitaleiknum. Pelé skoraði þrennu í 5-2 sigri á Frakklandi í undanúrslitum og vissi heimsbyggðin endanlega að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Pelé skoraði svo tvö mörk í 5-2 sigri á Svíþjóð í úrslitaleiknum. Heimamenn rassskelltir í Stokkhólmi og Pelé búinn að skora sex mörk í þremur leikjum í útsláttarkeppninni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Pelé setti fullt af metum í Svíþjóð sem standa enn þann dag í dag. Hann varð yngsti maðurinn til að skora í lokakeppni 17 ára, 7 mánaða og 27 daga gamall og einnig yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í úrslitaleiknum 17 ára og 249 daga gamall. Sömuleiðis á Pelé metið yfir þann yngsta sem skorað hefur þrennu 17 ára 8 mánaða og 1 dags gamall. Þá er Pelé á allskonar topplistum yfir flesta sigra á HM og er auðvitað í sögubókum heimsmeistaramótsins og verður þar um aldir alda.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Allir þekkja Pelé, einn besta, og að sumra mati, besta fótboltamann sögunnar. Pelé varð þrívegis heimsmeistari á glæstum ferli en hann mætti með látum til leiks á HM í Svíþjóð árið 1958. Vicente Feola, þáverandi þjálfari liðsins, ákvað að veðja á þennan 17 ára gamla strák sem hafði þreytt frumraun sína með landsliðinu ári áður. Sextán þjóðir frá þremur álfum tóku þátt á HM í Svíþjóð sem var ansi vel heppnað mót. Þarna var ekki styrkleikaraðað heldur var vestur-evrópskur pottur, austur-evrópskur, breskur og Ameríkupottur. Brassarnir drógust í nokkuð strembinn riðill með Sovétmönnum, Englandi og Austurríki en tvö efstu lið hvers riðils komust áfram.Pelé skorar á móti Frakklandi.vísir/gettyByrjaði á bekknum Pelé byrjaði á varamannabekknum fyrstu tvo leikina. Brassarnir áttu ekki í miklum vandræðum með að rúlla yfir Austurríki, 3-0, í fyrsta leik en gerðu svo markalaust jafntefli við Englendinga í öðrum leik. Pelé kom inn í byrjunarliðið fyrir þriðja leikinn sem Brassarnir unnu, 3-0, en Vavá skoraði bæði mörkin og brasilíska liðið komið í átta liða úrslitin nokkuð auðveldlega. Frammistaða Pelé var mögnuð og var ekki annað hægt en að setja hann í byrjunarliðið fyrir átta liða úrslitin. Drengurinn ungi, sem var ekki nema 17 ára gamall, þakkaði traustið og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Wales í átta liða úrslitum. Brassarnir nálguðust nú þarna annan heimsmeistaratitilinn en frábært lið Frakka með Just Fontaine í fararbroddi stóð í vegi fyrir þeim í undanúrslitunum. Frakkarnir höfðu pakkað saman Norður-Írlandi í átta liða úrslitum, 4-0, og voru líklegir til afreka á móti. Þeir voru með eitt besta liðið og þurfti brasilíska liðið nú á stórleik að halda.Brassar með bikarinn.vísir/gettyMetaregn Til að gera langa sögu stutta fóru Brassarnir á kostum á móti Frakklandi og á móti Svíþjóð í úrslitaleiknum. Pelé skoraði þrennu í 5-2 sigri á Frakklandi í undanúrslitum og vissi heimsbyggðin endanlega að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Pelé skoraði svo tvö mörk í 5-2 sigri á Svíþjóð í úrslitaleiknum. Heimamenn rassskelltir í Stokkhólmi og Pelé búinn að skora sex mörk í þremur leikjum í útsláttarkeppninni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Pelé setti fullt af metum í Svíþjóð sem standa enn þann dag í dag. Hann varð yngsti maðurinn til að skora í lokakeppni 17 ára, 7 mánaða og 27 daga gamall og einnig yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í úrslitaleiknum 17 ára og 249 daga gamall. Sömuleiðis á Pelé metið yfir þann yngsta sem skorað hefur þrennu 17 ára 8 mánaða og 1 dags gamall. Þá er Pelé á allskonar topplistum yfir flesta sigra á HM og er auðvitað í sögubókum heimsmeistaramótsins og verður þar um aldir alda.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00
41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00