48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 10:00 Ilhan Mansiz fagnar þessu sögulega gullmarki. vísir/getty Gullmark og silfurmark voru hugtök sem ekki allir voru ánægðir með í fótboltanum, en gullmarkið var innleitt af FIFA árið 1993 og notað á HM 1998 í Frakklandi og á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu. Nokkur gullmörk voru skoruð á þessum tveimur heimsmeistaramótum en þau voru aldrei jafn afdrifarík og á Evrópumeistaramótinu þar sem úrslitaleikirnir árin 1996 og 2000 réðust á gullmarki. Fyrsta gullmarkið á HM skoraði franski varnarmaðurinn Laurent Blanc í 16 liða úrslitum HM 1998 á móti Paragvæ á leið Frakkanna að heimsmeistaratitlinum á heimavelli. Síðasta gullmarkið skoraði Tyrki nokkur að nafni Ilhan Mansiz á móti Senegal í átta liða úrslitum HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu. Mansiz tók aðeins þátt á einu heimsmeistaramóti með Tyrklandi en hann gerði það á eftirminnilegan hátt með þessu marki, stoðsendingu í öðru sögulegu marki og eftirminnilegum tilþrifum þar sem að hann fíflaði einn besta bakvörð sögunnar upp úr skónum. Hann átti svo eftir að snúa sér að allt öðrum hlutum þegar að fótboltaferlinum lauk.Tyrkir fagna gullmarki Mansiz og sæti í undanúrslitum.vísir/gettyMarkahæstur og landsliðssæti Ilhan Mansiz fæddist ekki í Tyrklandi heldur Vestur-Þýskalandi árið 1975. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri sem unglingur hjá Köln en fór þá „heim“ til Tyrklands og varð að alvöru fótboltamanni hjá Samsunspor undir lok síðasta áratugs síðustu aldar. Mansiz var nokkuð öflugur markaskorari og árið 2001 fékk hann stóra tækifærið þegar að Besiktas keypti hann frá Samsunspor. Hann spilaði í þrjú ár með þessu tyrkneska stórveldi og skoraði 36 mörk í 66 deildarleikjum. Þessi eldfljóti framherji varð markakóngur tyrknesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001/2002. Þessi árangur hans skilaði honum landsliðssæti og plássi í HM-hópi Tyrklands árið 2002 en á þeim tíma var tyrkneska landsliðið afskaplega gott og líklegt til afreka á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu. Það stóð líka undir væntingum og náði í bronsið. Mansiz byrjaði alla leikina nema einn á HM á bekknum enda spilaði Tyrkland bara með einn framherja og á undan honum var Hakan Sukur. Einn besti leikmaður í sögu Tyrklands.Eftirminnilegt mót Tyrkir rétt skröltu upp úr C-riðlinum með fjögur stig, jafnmörg og Kosta Ríka en fóru áfram á betri markatölu. Þeir lögðu Japan, 1-0, í 16 liða úrslitum og mættu svo spútnikliði mótsins, Senegal, í átta liða úrslitum. Senegal var búið að öðlast heimsfrægð fyrir sigur á heimsmeisturum Frakklands í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Senegal komst einmitt í átta liða úrslitin með sigur á Svíþjóð í 16 liða úrslitum en sigurmarkið var gullmark Henri Camara í framlengingu. Harður leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli eftir 90 mínútur og þurfti að grípa til framlengingar. Hún entist ekki lengi því að Mansiz, sem kom inn á sem varamaður fyrir Hakan Sukur á 67. mínútu, skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu framlengingarinnar og liðið komið áfram. Þetta var síðasta gullmarkið í sögu HM þar sem að það var afnumið í karlafótbolta eftir keppnina en notað á einu HM til viðbótar hjá konunum. Silfurmarkið var prófað í nokkur ár eftir þetta en það lifði ekki nógu lengi til að vera notað á HM 2006 í Þýskalandi. Mansiz var ekki hættur að láta til sín taka því að hann átti þátt í HM-meti sem stendur enn þann dag í dag. Hann fékk nefnilega byrjunarliðssæti í leiknum um bronsið á móti Suður-Kóreu og lagði upp fyrsta markið fyrir Hakan Sukur eftir ellefu sekúndur sem er fljótasta mark í sögu HM. Í undanúrslitunum bauð Mansiz upp á rosaleg tilþrif þar sem að hann fíflaði Roberto Carlos upp úr skónum en það var bara smá kirsuber á annars gómsæta HM-köku Ilhan Mansiz árið 2002.Úr takkaskóm á skauta „Ætlarðu út í þjálfun?“ er spurning sem fótboltamenn fá gjarnan þegar að ferlinum lýkur. Ljóst er að svar Ilhan Mansiz var svo sannarlega nei. Hann hætti í fótbolta árið 2007 og þá tóku allt aðrir hlutir við. Hann samþykkti að taka þátt í tyrkneskum sjónvarpsþætti ásamt kærustunni sinni þar sem frægir lærðu listdans á skautum og kepptu sín á milli. Þetta fannst parinu svo gaman og þau voru það góð að turtildúfurnar gerðu tilraun til að komast á Vetrarólympíuleikana í Sochi árið 2014 og Evrópumeistaramótið sama ár. Það tókst því miður ekki. Mansiz er stórstjarna í heimalandinu og keppti meðal annars í Survivor en fótboltaferilinn nánast dó árið 2004 þegar að hann var aðeins 29 ára og Besiktas lét hann fara. Tyrkinn var sjóðheit söluvara eftir HM 2002 en þrátt fyrir hæfileikana var hann greindur með sjúkdóm sem kom í veg fyrir að hann gæti beitt sér almennilega inn á vellinum. Fótboltaferilinn var svo endanlega búinn þegar að keyrt var á hann sem gangandi vegfaranda og hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum árið 2007. Ilhan Mansiz staldraði stutt við á toppnum og í sviðsljósinu en hans verður um aldir alda minnst sem mannsins sem skoraði síðasta gullmarkið á HM.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.Ilhan Mansiz með kærustu sinni á skautum.vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Gullmark og silfurmark voru hugtök sem ekki allir voru ánægðir með í fótboltanum, en gullmarkið var innleitt af FIFA árið 1993 og notað á HM 1998 í Frakklandi og á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu. Nokkur gullmörk voru skoruð á þessum tveimur heimsmeistaramótum en þau voru aldrei jafn afdrifarík og á Evrópumeistaramótinu þar sem úrslitaleikirnir árin 1996 og 2000 réðust á gullmarki. Fyrsta gullmarkið á HM skoraði franski varnarmaðurinn Laurent Blanc í 16 liða úrslitum HM 1998 á móti Paragvæ á leið Frakkanna að heimsmeistaratitlinum á heimavelli. Síðasta gullmarkið skoraði Tyrki nokkur að nafni Ilhan Mansiz á móti Senegal í átta liða úrslitum HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu. Mansiz tók aðeins þátt á einu heimsmeistaramóti með Tyrklandi en hann gerði það á eftirminnilegan hátt með þessu marki, stoðsendingu í öðru sögulegu marki og eftirminnilegum tilþrifum þar sem að hann fíflaði einn besta bakvörð sögunnar upp úr skónum. Hann átti svo eftir að snúa sér að allt öðrum hlutum þegar að fótboltaferlinum lauk.Tyrkir fagna gullmarki Mansiz og sæti í undanúrslitum.vísir/gettyMarkahæstur og landsliðssæti Ilhan Mansiz fæddist ekki í Tyrklandi heldur Vestur-Þýskalandi árið 1975. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri sem unglingur hjá Köln en fór þá „heim“ til Tyrklands og varð að alvöru fótboltamanni hjá Samsunspor undir lok síðasta áratugs síðustu aldar. Mansiz var nokkuð öflugur markaskorari og árið 2001 fékk hann stóra tækifærið þegar að Besiktas keypti hann frá Samsunspor. Hann spilaði í þrjú ár með þessu tyrkneska stórveldi og skoraði 36 mörk í 66 deildarleikjum. Þessi eldfljóti framherji varð markakóngur tyrknesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001/2002. Þessi árangur hans skilaði honum landsliðssæti og plássi í HM-hópi Tyrklands árið 2002 en á þeim tíma var tyrkneska landsliðið afskaplega gott og líklegt til afreka á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu. Það stóð líka undir væntingum og náði í bronsið. Mansiz byrjaði alla leikina nema einn á HM á bekknum enda spilaði Tyrkland bara með einn framherja og á undan honum var Hakan Sukur. Einn besti leikmaður í sögu Tyrklands.Eftirminnilegt mót Tyrkir rétt skröltu upp úr C-riðlinum með fjögur stig, jafnmörg og Kosta Ríka en fóru áfram á betri markatölu. Þeir lögðu Japan, 1-0, í 16 liða úrslitum og mættu svo spútnikliði mótsins, Senegal, í átta liða úrslitum. Senegal var búið að öðlast heimsfrægð fyrir sigur á heimsmeisturum Frakklands í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Senegal komst einmitt í átta liða úrslitin með sigur á Svíþjóð í 16 liða úrslitum en sigurmarkið var gullmark Henri Camara í framlengingu. Harður leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli eftir 90 mínútur og þurfti að grípa til framlengingar. Hún entist ekki lengi því að Mansiz, sem kom inn á sem varamaður fyrir Hakan Sukur á 67. mínútu, skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu framlengingarinnar og liðið komið áfram. Þetta var síðasta gullmarkið í sögu HM þar sem að það var afnumið í karlafótbolta eftir keppnina en notað á einu HM til viðbótar hjá konunum. Silfurmarkið var prófað í nokkur ár eftir þetta en það lifði ekki nógu lengi til að vera notað á HM 2006 í Þýskalandi. Mansiz var ekki hættur að láta til sín taka því að hann átti þátt í HM-meti sem stendur enn þann dag í dag. Hann fékk nefnilega byrjunarliðssæti í leiknum um bronsið á móti Suður-Kóreu og lagði upp fyrsta markið fyrir Hakan Sukur eftir ellefu sekúndur sem er fljótasta mark í sögu HM. Í undanúrslitunum bauð Mansiz upp á rosaleg tilþrif þar sem að hann fíflaði Roberto Carlos upp úr skónum en það var bara smá kirsuber á annars gómsæta HM-köku Ilhan Mansiz árið 2002.Úr takkaskóm á skauta „Ætlarðu út í þjálfun?“ er spurning sem fótboltamenn fá gjarnan þegar að ferlinum lýkur. Ljóst er að svar Ilhan Mansiz var svo sannarlega nei. Hann hætti í fótbolta árið 2007 og þá tóku allt aðrir hlutir við. Hann samþykkti að taka þátt í tyrkneskum sjónvarpsþætti ásamt kærustunni sinni þar sem frægir lærðu listdans á skautum og kepptu sín á milli. Þetta fannst parinu svo gaman og þau voru það góð að turtildúfurnar gerðu tilraun til að komast á Vetrarólympíuleikana í Sochi árið 2014 og Evrópumeistaramótið sama ár. Það tókst því miður ekki. Mansiz er stórstjarna í heimalandinu og keppti meðal annars í Survivor en fótboltaferilinn nánast dó árið 2004 þegar að hann var aðeins 29 ára og Besiktas lét hann fara. Tyrkinn var sjóðheit söluvara eftir HM 2002 en þrátt fyrir hæfileikana var hann greindur með sjúkdóm sem kom í veg fyrir að hann gæti beitt sér almennilega inn á vellinum. Fótboltaferilinn var svo endanlega búinn þegar að keyrt var á hann sem gangandi vegfaranda og hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum árið 2007. Ilhan Mansiz staldraði stutt við á toppnum og í sviðsljósinu en hans verður um aldir alda minnst sem mannsins sem skoraði síðasta gullmarkið á HM.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.Ilhan Mansiz með kærustu sinni á skautum.vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00