Erlent

Enskan númer eitt á Grænlandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Börn í Kulusuk á Grænlandi.
Börn í Kulusuk á Grænlandi. Vísir/pjetur
Kenna á ensku sem fyrsta erlenda tungumálið í grunnskólum á Grænlandi. Þetta er markmið nýrrar stjórnar Grænlands, að því er kemur fram í stjórnarsáttmála hennar. Nú er kennsla í grænlensku, dönsku og ensku í skólunum.

Leggja á meiri áherslu á kennslu í ensku í framtíðinni þar sem Grænland er að verða hluti af alþjóðasamfélaginu.

Markmið flokkanna fjögurra sem myndað hafa stjórn er samtímis að árangur nemenda batni í öllum þremur tungumálunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×