Erlent

Ítalir aftur að kjörborðinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Forseti Ítalíu vill mynda hlutlausa stjórn fram að næstu kosningum.
Forseti Ítalíu vill mynda hlutlausa stjórn fram að næstu kosningum. Vísir/EPa
Ítalir þurfa að öllum líkindum að ganga til annarra kosninga eftir að stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn.

Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, sagði í gærkvöldi að það væri í rauninni aðeins tvennt í stöðunni: Ganga til kosninga sem fyrst eða skipta hlutlausa starfsstjórn sem myndi sitja til áramóta.

Enginn flokkur eða kosningabandalag fékk meirihluta í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í mars. Áhrifamestu flokkarnir á þingi, Fimmstjörnuhreyfingin og Lega, hafa lýst því yfir að kosningar í júlí hugnist þeim best.

Sjá einnig fréttaskýringuna: Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar

Það er þó formlega séð í höndum fyrrnefnds Mattarella að taka lokaákvörðun um kjördag. Hann hvatti þó leiðtoga stjórnmálaflokkanna til að styðja við hugmyndir sínar um hlutlausa stjórn, ítalska þjóðin geti ekki beðið mikið lengur eftir starfhæfri ríkisstjórn. Mattarella myndi skipa í stjórnina og líklegt er talið að hann myndi fá fagmenntaða einstaklinga til að stýra ráðuneytunum.

Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir nær sleitulaust á Ítalíu síðan í byrjun mars. Allt frá upphafi var vitað að viðræðurnar yrðu flóknar - eins og Vísir greindi frá á sínum tíma í fréttaskýringunni: Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×