Erlent

Lést örfáum dögum eftir endurkomuna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Söngferill Maurane spannaði um 30 ár.
Söngferill Maurane spannaði um 30 ár. Vísir/afp
Belgíska söngkonan Maurane er látin, 57 ára að aldri. Aðeins örfáir dagar eru síðan að hún steig aftur á svið eftir tveggja ára hlé.

Maurane, sem hét réttu nafni Claudine Lauypaerts, fannst látin í gærkvöldi á heimili sínu, skammt frá Brussel. Dánarorsök liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Hún er best þekkt í heimalandinu fyrir störf sín sem kynnir sjónvarpsþáttarins Nouvelle Star, sem er söngkeppni fyrir belgísk börn.

Hún gerði hlé á söngferli sínum árið 2016 eftir að raddbönd hennar gáfu sig. Maurane byrjaði að koma opinberlega fram á níunda áratugnum.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu kom Maurane fram á tónleikum í Brussel fyrir skemmstu og hafði hún fyrirhugað að fara í tónleikaferðalag á næsta ári.

Réttarmeinafræðingar munu nú reyna að skera úr um dánarorsök Maurane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×