Enski boltinn

Warnock: Nú þarf Aron Einar að koma skríðandi til mín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron fagnar hér úrvalsdeildarsætinu í stúkunni enda að jafna sig af meiðslum.
Aron fagnar hér úrvalsdeildarsætinu í stúkunni enda að jafna sig af meiðslum. vísir/getty
Hinn stórskemmtilegi stjóri Cardiff City, Neil Warnock, er bjartsýnn á að halda Aroni Einari Gunnarssyni hjá félaginu.

Framtíð Arons hefur verið í lausu lofti síðan hann hafnaði nýju samningstilboði frá félaginu undir lok síðasta ár. Cardiff City er aftur á móti komið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik og það breytir stöðunni.

„Auðvitað get ég fengið hann til þess að vera hjá okkur áfram. Það er hvergi betra fyrir hann að vera en hjá okkur,“ sagði Warnock en hann ræddi málið við eiginkonu Arons, Kristbjörgu Jónasdóttur, um helgina.

„Ég sagði við hana að nú þyrfti hann að koma skríðandi til mín. Hann komst ekki í liðið fyrr en ég mætti á svæðið.“

Warnock hefur margoft lýst yfir aðdáun sinni á íslenska landsliðsfyrirliðanum og vill ekki fara í stríðið í úrvalsdeildinni án hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×