Vímuefnaneysla unglinga dregist saman en andlegri heilsu þeirra hrakar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. maí 2018 20:00 SIMBI, snemmtæk íhlutun í málefnum barna, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Vísir/Sigurjón Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra. Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra.
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira