Vímuefnaneysla unglinga dregist saman en andlegri heilsu þeirra hrakar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. maí 2018 20:00 SIMBI, snemmtæk íhlutun í málefnum barna, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Vísir/Sigurjón Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira