Eins dags vinnuhópur á að skila tillögum til úrbóta Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 21:23 Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent