„Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Hersir Aron Ólafsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. maí 2018 22:09 Forstjóri Hörpu hefur óskað eftir afturvirkri launalækkun þannig að mánaðarkaup hennar samræmist úrskurði kjararáðs. Sautján þjónustufulltrúar sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans lækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. Líkt og fram hefur komið ákváðu sautján þjónustufulltrúar í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu að segja upp störfum eftir fund með forstjóranum Svanhildi Konráðsdóttur í gærkvöldi. „Okkur finnst við ekki vera í sama liði og allir aðrir starfsmenn hússins, það er að við séum ekki hluti af sama liðinu og að við séum saman öll í liði. Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins,“ segir Matthías Aron Ólafsson, þjónustufulltrúi í Hörpu.Segir það drengilegt af Svanhildi að höggva á hnútinn Laun þjónustufulltrúa lækkuðu síðla árs í fyrra vegna hagræðingar í rekstri. Óánægju þeirra má hins vegar rekja til þess að sama ár hækkuð laun forstjórans Svanhildar. Þannig var hún með um 1,3 milljónir króna á mánuði fyrstu tvo mánuði sína í starfi í samræmi við úrskurð kjararáðs. Tveimur mánuðum síðar færðist úrskurðarvald um launin hins vegar til stjórnar Hörpu og hækkaði þá í um 1,5 milljónir króna á mánuði en um það hafði hún samið við stjórnina í upphafi. Svanhildur baðst undan viðtali í dag en nú síðdegis tilkynnti hún á Facebook að hún hefði óskað eftir afturvirkri launalækkun til samræmis við úrskurð kjararáðs. „Mér finnst það afskaplega drengilegt af hennar hálfu að höggva hnútinn með þessum hætti því það er svo mikilvægt að það sé friður og gleði í starfsemi Hörpu,“ segir Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu.Ekki aðeins aukið álag á stjórnendur Þórður bendir á að vinnutími þjónustufulltrúa sé sveigjanlegur og greiðslur til þeirra enn talsvert yfir kjarasamningsbundnu lágmarki. En hefði ekki verið rétt að stjórnendur gengu sjálfir á undan með góðu fordæmi og lækkuðu eigin laun? „Þú getur spurt þig að því að ef það ætti að auka verkefni þitt um 20 prósent og lækka svo launin þín um x prósent að það er svolítið erfitt að gera þetta allt á sama tíma.“ Matthías bendir þó á að álagið hafi ekki aðeins aukist á stjórnendur. „Þegar við sömdum um lægri laun, eða þegar okkar laun voru lækkuð, þá bættist einnig við aukið vinnuálag á okkur.“Bendir á að framkvæmdastjóri VR sé með 1,5 milljónir króna á mánuði Fjölmargir hafa lýst yfir stuðningi við þjónustufulltrúana, þar á meðal Ellen Kristjánsdóttir og forsvarsmenn VR sem hyggjast sniðganga Hörpu. Í yfirlýsingu sem þjónustufulltrúarnir sendu frá sér í kvöld þökkuðu þau fyrir þennan stuðning sem og stuðning frá almenningi. Um gagnrýni VR segir Þórður stjórnarformaður Hörpu þetta: „VR hefur gagnrýnt okkur harkalega fyrir að greiða forstjóra Hörpu rúma eina og hálfa milljón á mánuði. Formaður VR er að greiða framkvæmdastjóra VR rétt um eina og hálfa milljón á mánuði þannig að menn þurfa að gæta að sér hvernig þeir eru að gagnrýna okkur hin.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svaraði Þórði á Facebook-síðu sinni í kvöld og sagði hann réttlæta ömurlega framkomu í garð starfsmanna með því að ráðast á starfsfólk VR. „Við Þórð vil ég segja að framkoma stjórnar VR og stjórnenda VR í garð starfsfólks VR er með mjög ólíkum hætti og dæmi hafa sýnt um framkomu stjórnar Hörpu og stjórnenda Hörpu við starfsmenn Hörpu. VR býr yfir gríðarlegum mannauð sem við berum óendanlega virðingu og þakklæti fyrir að hafa. Við erum í raun ekkert án starfsfólksins, við erum lið, við erum ein heild og okkur líður vel á vinnustaðnum, við tölum saman og leysum málin og hjá okkur eru allir jafnir,“ segir Ragnar en færslu hans má sjá í heild hér fyrir neðan. Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, tjáir sig um Hörpu-málið. 8. maí 2018 18:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Forstjóri Hörpu hefur óskað eftir afturvirkri launalækkun þannig að mánaðarkaup hennar samræmist úrskurði kjararáðs. Sautján þjónustufulltrúar sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans lækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. Líkt og fram hefur komið ákváðu sautján þjónustufulltrúar í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu að segja upp störfum eftir fund með forstjóranum Svanhildi Konráðsdóttur í gærkvöldi. „Okkur finnst við ekki vera í sama liði og allir aðrir starfsmenn hússins, það er að við séum ekki hluti af sama liðinu og að við séum saman öll í liði. Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins,“ segir Matthías Aron Ólafsson, þjónustufulltrúi í Hörpu.Segir það drengilegt af Svanhildi að höggva á hnútinn Laun þjónustufulltrúa lækkuðu síðla árs í fyrra vegna hagræðingar í rekstri. Óánægju þeirra má hins vegar rekja til þess að sama ár hækkuð laun forstjórans Svanhildar. Þannig var hún með um 1,3 milljónir króna á mánuði fyrstu tvo mánuði sína í starfi í samræmi við úrskurð kjararáðs. Tveimur mánuðum síðar færðist úrskurðarvald um launin hins vegar til stjórnar Hörpu og hækkaði þá í um 1,5 milljónir króna á mánuði en um það hafði hún samið við stjórnina í upphafi. Svanhildur baðst undan viðtali í dag en nú síðdegis tilkynnti hún á Facebook að hún hefði óskað eftir afturvirkri launalækkun til samræmis við úrskurð kjararáðs. „Mér finnst það afskaplega drengilegt af hennar hálfu að höggva hnútinn með þessum hætti því það er svo mikilvægt að það sé friður og gleði í starfsemi Hörpu,“ segir Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu.Ekki aðeins aukið álag á stjórnendur Þórður bendir á að vinnutími þjónustufulltrúa sé sveigjanlegur og greiðslur til þeirra enn talsvert yfir kjarasamningsbundnu lágmarki. En hefði ekki verið rétt að stjórnendur gengu sjálfir á undan með góðu fordæmi og lækkuðu eigin laun? „Þú getur spurt þig að því að ef það ætti að auka verkefni þitt um 20 prósent og lækka svo launin þín um x prósent að það er svolítið erfitt að gera þetta allt á sama tíma.“ Matthías bendir þó á að álagið hafi ekki aðeins aukist á stjórnendur. „Þegar við sömdum um lægri laun, eða þegar okkar laun voru lækkuð, þá bættist einnig við aukið vinnuálag á okkur.“Bendir á að framkvæmdastjóri VR sé með 1,5 milljónir króna á mánuði Fjölmargir hafa lýst yfir stuðningi við þjónustufulltrúana, þar á meðal Ellen Kristjánsdóttir og forsvarsmenn VR sem hyggjast sniðganga Hörpu. Í yfirlýsingu sem þjónustufulltrúarnir sendu frá sér í kvöld þökkuðu þau fyrir þennan stuðning sem og stuðning frá almenningi. Um gagnrýni VR segir Þórður stjórnarformaður Hörpu þetta: „VR hefur gagnrýnt okkur harkalega fyrir að greiða forstjóra Hörpu rúma eina og hálfa milljón á mánuði. Formaður VR er að greiða framkvæmdastjóra VR rétt um eina og hálfa milljón á mánuði þannig að menn þurfa að gæta að sér hvernig þeir eru að gagnrýna okkur hin.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svaraði Þórði á Facebook-síðu sinni í kvöld og sagði hann réttlæta ömurlega framkomu í garð starfsmanna með því að ráðast á starfsfólk VR. „Við Þórð vil ég segja að framkoma stjórnar VR og stjórnenda VR í garð starfsfólks VR er með mjög ólíkum hætti og dæmi hafa sýnt um framkomu stjórnar Hörpu og stjórnenda Hörpu við starfsmenn Hörpu. VR býr yfir gríðarlegum mannauð sem við berum óendanlega virðingu og þakklæti fyrir að hafa. Við erum í raun ekkert án starfsfólksins, við erum lið, við erum ein heild og okkur líður vel á vinnustaðnum, við tölum saman og leysum málin og hjá okkur eru allir jafnir,“ segir Ragnar en færslu hans má sjá í heild hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, tjáir sig um Hörpu-málið. 8. maí 2018 18:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
„Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, tjáir sig um Hörpu-málið. 8. maí 2018 18:09