Enski boltinn

Conte bíður með ákvörðun til loka tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Antonio Conte mun ekki gefa neitt út um framtíð sína hjá Chelsea fyrr en að bikarúrslitaleiknum gegn Manchester United þann 19. maí loknum.

Conte tókst ekki að vinna Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð með Chelsea og liðið verður á treysta á hagstæð úrslit í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að enda meðal fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar og fá þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Conte hefur neitað að svara spurningum um framtíð sína hjá Chelsea en enskir fjölmiðlar segja að hann sé óánægður með þá stefnu sem félagið hefur tekið á leikmannamarkaðnum síðustu misseri.

Chelsea mætir Huddersfield í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

„Ég ætla bara að einbeita mér að þessu verkefni. Það eru bara tvær vikur eftir af tímabilinu og þá kemur í ljós hvort að staðan breytist,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×