Erlent

Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi

Kjartan Kjartansson skrifar
Jean-Claude Juncker telur Bandaríkin hafa tapað stöðu sinni á alþjóðavettvangi.
Jean-Claude Juncker telur Bandaríkin hafa tapað stöðu sinni á alþjóðavettvangi. Vísir/AFP
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins harmar að bandarísk stjórnvöld dragi sig nú í hlé á alþjóðavettvangi og snúi baki við friðsamlegri samvinnu þjóða. Hann segir að Evrópusambandið verði að fylla í skarð Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi.

Evrópskir leiðtogar lögðust hart gegn ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að segja sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. Þeir hafa í dag lagt áherslu á að samningurinn sé ekki dauður, þrátt fyrir brotthvarf Bandaríkjanna.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði að Trump væri að snúa bakinu við fjölhliða samskiptum og friðsamlegri samvinnu „með grimmd sem getur aðeins komið okkur á óvart“. Ákvörðun hans um kjarnorkusamninginn við Íran þýddi að Bandaríkin „vilji ekki lengur vinna með öðrum löndum heims“.

„Á þessum tímapunkti verðum við að taka við hlutverki Bandaríkjanna sem hefur misst þrótt sinn sem leikandi á alþjóðavettvangi og áhrifum til lengra tíma litið vegna þess,“ sagði Juncker.


Tengdar fréttir

Trump dregur Banda­ríkin út úr kjarn­orku­samningi stór­veldanna

Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim.

Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“

Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump.

Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump

Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×