Sex ára bann fyrir að reyna að fá gult á móti Jóhanni Berg og félögum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 09:00 Bradley Wood þarf að finna sér eitthvað annað að gera næstu sex árin. vísir/Getty Bradley Wood, leikmaður Alfreton Town á Englandi, var í gær dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl í enska bikarnum á síðustu leiktíð þar sem að hann reyndi tvívegis að fá gult spjald. Wood, sem er 26 ára gamall, var leikmaður Lincoln City á síðustu leiktíð sem var spútniklið enska bikarsins. Það varð fyrsta liðið í 103 ár til að komast í átta liða úrslit bikarsins eftir 1-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Lincoln vann einnig Ipswich og Brighton á leið sinni í átta liða úrslitin en það var í leikjunum á móti Burnley og Ipswich sem að Wood reyndi að fá gult spjald og græða pening á því fyrir sig, vini sína og fjölskyldu.Játaði 23 brot Enska knattspyrnusambandið sagði að sjö manns, þar af tveir nánir vinir Wood, veðjuðu á að hann myndi fá gult spjald en heildarverðmæti vinninganna nam um 10.000 pundum. Ekki allt var greitt út, en BBC greinir frá. Wood barðist gegn báðum kærunum en játaði á sig 23 önnur brot um að veðja á leiki í enska boltanum sem leikmenn mega ekki gera. Hann fékk fimm ára bann fyrir gulu spjöldin og sjötta árið fyrir að játa á sig hin brotin. Hann spilar næst fótbolta árið 2024. Fyrra gula spjaldið sem um ræðir fékk Wood í endurteknum leik á móti Ipswich í þriðju umferð bikarsins 17. janúar á síðasta ári en hann var þá færður til bókar fyrir að brjóta viljandi á Tom Lawrence til að stöðva skyndisókn.Reyndi margoft að fá gult Wood var svo spjaldaður fyrir sinn þátt í átökum leikmanna í leiknum á móti Burnley á 70. mínútu. Wood neitaði báðum ásökunum og sagði að hann hefði ekki beðið með það fram á 90. mínútu að fá spjald á móti Ipswich ef hann væri að reyna að svindla. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í umræddum bikarleik en fór af velli á 20. mínútu vegna meiðsla og var því ekki inn á vellinum þegar að at vikið átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið hélt því fram að Wood hefði margsinnis komið sér í stöðu þar sem að hann gat fengið gult spjald. Í heildina fékk Bradley Wood sex gul spjöld í enska bikarnum á síðustu leiktíð en þau öll má sjá hér að neðan.Bradley Wood has been found guilty of two match-fixing offences by intentionally getting yellow cards during Lincoln's FA Cup run. Here are the bookings that led to a six-year ban. pic.twitter.com/ZLjGbFo9aH— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2018 Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Leik lokið: Silkeborg - KA 1-1 | Geggjað mark tryggði KA frábær úrslit Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Bradley Wood, leikmaður Alfreton Town á Englandi, var í gær dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl í enska bikarnum á síðustu leiktíð þar sem að hann reyndi tvívegis að fá gult spjald. Wood, sem er 26 ára gamall, var leikmaður Lincoln City á síðustu leiktíð sem var spútniklið enska bikarsins. Það varð fyrsta liðið í 103 ár til að komast í átta liða úrslit bikarsins eftir 1-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Lincoln vann einnig Ipswich og Brighton á leið sinni í átta liða úrslitin en það var í leikjunum á móti Burnley og Ipswich sem að Wood reyndi að fá gult spjald og græða pening á því fyrir sig, vini sína og fjölskyldu.Játaði 23 brot Enska knattspyrnusambandið sagði að sjö manns, þar af tveir nánir vinir Wood, veðjuðu á að hann myndi fá gult spjald en heildarverðmæti vinninganna nam um 10.000 pundum. Ekki allt var greitt út, en BBC greinir frá. Wood barðist gegn báðum kærunum en játaði á sig 23 önnur brot um að veðja á leiki í enska boltanum sem leikmenn mega ekki gera. Hann fékk fimm ára bann fyrir gulu spjöldin og sjötta árið fyrir að játa á sig hin brotin. Hann spilar næst fótbolta árið 2024. Fyrra gula spjaldið sem um ræðir fékk Wood í endurteknum leik á móti Ipswich í þriðju umferð bikarsins 17. janúar á síðasta ári en hann var þá færður til bókar fyrir að brjóta viljandi á Tom Lawrence til að stöðva skyndisókn.Reyndi margoft að fá gult Wood var svo spjaldaður fyrir sinn þátt í átökum leikmanna í leiknum á móti Burnley á 70. mínútu. Wood neitaði báðum ásökunum og sagði að hann hefði ekki beðið með það fram á 90. mínútu að fá spjald á móti Ipswich ef hann væri að reyna að svindla. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í umræddum bikarleik en fór af velli á 20. mínútu vegna meiðsla og var því ekki inn á vellinum þegar að at vikið átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið hélt því fram að Wood hefði margsinnis komið sér í stöðu þar sem að hann gat fengið gult spjald. Í heildina fékk Bradley Wood sex gul spjöld í enska bikarnum á síðustu leiktíð en þau öll má sjá hér að neðan.Bradley Wood has been found guilty of two match-fixing offences by intentionally getting yellow cards during Lincoln's FA Cup run. Here are the bookings that led to a six-year ban. pic.twitter.com/ZLjGbFo9aH— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2018
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Leik lokið: Silkeborg - KA 1-1 | Geggjað mark tryggði KA frábær úrslit Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira