Sex ára bann fyrir að reyna að fá gult á móti Jóhanni Berg og félögum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 09:00 Bradley Wood þarf að finna sér eitthvað annað að gera næstu sex árin. vísir/Getty Bradley Wood, leikmaður Alfreton Town á Englandi, var í gær dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl í enska bikarnum á síðustu leiktíð þar sem að hann reyndi tvívegis að fá gult spjald. Wood, sem er 26 ára gamall, var leikmaður Lincoln City á síðustu leiktíð sem var spútniklið enska bikarsins. Það varð fyrsta liðið í 103 ár til að komast í átta liða úrslit bikarsins eftir 1-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Lincoln vann einnig Ipswich og Brighton á leið sinni í átta liða úrslitin en það var í leikjunum á móti Burnley og Ipswich sem að Wood reyndi að fá gult spjald og græða pening á því fyrir sig, vini sína og fjölskyldu.Játaði 23 brot Enska knattspyrnusambandið sagði að sjö manns, þar af tveir nánir vinir Wood, veðjuðu á að hann myndi fá gult spjald en heildarverðmæti vinninganna nam um 10.000 pundum. Ekki allt var greitt út, en BBC greinir frá. Wood barðist gegn báðum kærunum en játaði á sig 23 önnur brot um að veðja á leiki í enska boltanum sem leikmenn mega ekki gera. Hann fékk fimm ára bann fyrir gulu spjöldin og sjötta árið fyrir að játa á sig hin brotin. Hann spilar næst fótbolta árið 2024. Fyrra gula spjaldið sem um ræðir fékk Wood í endurteknum leik á móti Ipswich í þriðju umferð bikarsins 17. janúar á síðasta ári en hann var þá færður til bókar fyrir að brjóta viljandi á Tom Lawrence til að stöðva skyndisókn.Reyndi margoft að fá gult Wood var svo spjaldaður fyrir sinn þátt í átökum leikmanna í leiknum á móti Burnley á 70. mínútu. Wood neitaði báðum ásökunum og sagði að hann hefði ekki beðið með það fram á 90. mínútu að fá spjald á móti Ipswich ef hann væri að reyna að svindla. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í umræddum bikarleik en fór af velli á 20. mínútu vegna meiðsla og var því ekki inn á vellinum þegar að at vikið átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið hélt því fram að Wood hefði margsinnis komið sér í stöðu þar sem að hann gat fengið gult spjald. Í heildina fékk Bradley Wood sex gul spjöld í enska bikarnum á síðustu leiktíð en þau öll má sjá hér að neðan.Bradley Wood has been found guilty of two match-fixing offences by intentionally getting yellow cards during Lincoln's FA Cup run. Here are the bookings that led to a six-year ban. pic.twitter.com/ZLjGbFo9aH— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2018 Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Bradley Wood, leikmaður Alfreton Town á Englandi, var í gær dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl í enska bikarnum á síðustu leiktíð þar sem að hann reyndi tvívegis að fá gult spjald. Wood, sem er 26 ára gamall, var leikmaður Lincoln City á síðustu leiktíð sem var spútniklið enska bikarsins. Það varð fyrsta liðið í 103 ár til að komast í átta liða úrslit bikarsins eftir 1-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Lincoln vann einnig Ipswich og Brighton á leið sinni í átta liða úrslitin en það var í leikjunum á móti Burnley og Ipswich sem að Wood reyndi að fá gult spjald og græða pening á því fyrir sig, vini sína og fjölskyldu.Játaði 23 brot Enska knattspyrnusambandið sagði að sjö manns, þar af tveir nánir vinir Wood, veðjuðu á að hann myndi fá gult spjald en heildarverðmæti vinninganna nam um 10.000 pundum. Ekki allt var greitt út, en BBC greinir frá. Wood barðist gegn báðum kærunum en játaði á sig 23 önnur brot um að veðja á leiki í enska boltanum sem leikmenn mega ekki gera. Hann fékk fimm ára bann fyrir gulu spjöldin og sjötta árið fyrir að játa á sig hin brotin. Hann spilar næst fótbolta árið 2024. Fyrra gula spjaldið sem um ræðir fékk Wood í endurteknum leik á móti Ipswich í þriðju umferð bikarsins 17. janúar á síðasta ári en hann var þá færður til bókar fyrir að brjóta viljandi á Tom Lawrence til að stöðva skyndisókn.Reyndi margoft að fá gult Wood var svo spjaldaður fyrir sinn þátt í átökum leikmanna í leiknum á móti Burnley á 70. mínútu. Wood neitaði báðum ásökunum og sagði að hann hefði ekki beðið með það fram á 90. mínútu að fá spjald á móti Ipswich ef hann væri að reyna að svindla. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í umræddum bikarleik en fór af velli á 20. mínútu vegna meiðsla og var því ekki inn á vellinum þegar að at vikið átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið hélt því fram að Wood hefði margsinnis komið sér í stöðu þar sem að hann gat fengið gult spjald. Í heildina fékk Bradley Wood sex gul spjöld í enska bikarnum á síðustu leiktíð en þau öll má sjá hér að neðan.Bradley Wood has been found guilty of two match-fixing offences by intentionally getting yellow cards during Lincoln's FA Cup run. Here are the bookings that led to a six-year ban. pic.twitter.com/ZLjGbFo9aH— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2018
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira