Sex ára bann fyrir að reyna að fá gult á móti Jóhanni Berg og félögum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 09:00 Bradley Wood þarf að finna sér eitthvað annað að gera næstu sex árin. vísir/Getty Bradley Wood, leikmaður Alfreton Town á Englandi, var í gær dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl í enska bikarnum á síðustu leiktíð þar sem að hann reyndi tvívegis að fá gult spjald. Wood, sem er 26 ára gamall, var leikmaður Lincoln City á síðustu leiktíð sem var spútniklið enska bikarsins. Það varð fyrsta liðið í 103 ár til að komast í átta liða úrslit bikarsins eftir 1-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Lincoln vann einnig Ipswich og Brighton á leið sinni í átta liða úrslitin en það var í leikjunum á móti Burnley og Ipswich sem að Wood reyndi að fá gult spjald og græða pening á því fyrir sig, vini sína og fjölskyldu.Játaði 23 brot Enska knattspyrnusambandið sagði að sjö manns, þar af tveir nánir vinir Wood, veðjuðu á að hann myndi fá gult spjald en heildarverðmæti vinninganna nam um 10.000 pundum. Ekki allt var greitt út, en BBC greinir frá. Wood barðist gegn báðum kærunum en játaði á sig 23 önnur brot um að veðja á leiki í enska boltanum sem leikmenn mega ekki gera. Hann fékk fimm ára bann fyrir gulu spjöldin og sjötta árið fyrir að játa á sig hin brotin. Hann spilar næst fótbolta árið 2024. Fyrra gula spjaldið sem um ræðir fékk Wood í endurteknum leik á móti Ipswich í þriðju umferð bikarsins 17. janúar á síðasta ári en hann var þá færður til bókar fyrir að brjóta viljandi á Tom Lawrence til að stöðva skyndisókn.Reyndi margoft að fá gult Wood var svo spjaldaður fyrir sinn þátt í átökum leikmanna í leiknum á móti Burnley á 70. mínútu. Wood neitaði báðum ásökunum og sagði að hann hefði ekki beðið með það fram á 90. mínútu að fá spjald á móti Ipswich ef hann væri að reyna að svindla. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í umræddum bikarleik en fór af velli á 20. mínútu vegna meiðsla og var því ekki inn á vellinum þegar að at vikið átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið hélt því fram að Wood hefði margsinnis komið sér í stöðu þar sem að hann gat fengið gult spjald. Í heildina fékk Bradley Wood sex gul spjöld í enska bikarnum á síðustu leiktíð en þau öll má sjá hér að neðan.Bradley Wood has been found guilty of two match-fixing offences by intentionally getting yellow cards during Lincoln's FA Cup run. Here are the bookings that led to a six-year ban. pic.twitter.com/ZLjGbFo9aH— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2018 Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Bradley Wood, leikmaður Alfreton Town á Englandi, var í gær dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl í enska bikarnum á síðustu leiktíð þar sem að hann reyndi tvívegis að fá gult spjald. Wood, sem er 26 ára gamall, var leikmaður Lincoln City á síðustu leiktíð sem var spútniklið enska bikarsins. Það varð fyrsta liðið í 103 ár til að komast í átta liða úrslit bikarsins eftir 1-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Lincoln vann einnig Ipswich og Brighton á leið sinni í átta liða úrslitin en það var í leikjunum á móti Burnley og Ipswich sem að Wood reyndi að fá gult spjald og græða pening á því fyrir sig, vini sína og fjölskyldu.Játaði 23 brot Enska knattspyrnusambandið sagði að sjö manns, þar af tveir nánir vinir Wood, veðjuðu á að hann myndi fá gult spjald en heildarverðmæti vinninganna nam um 10.000 pundum. Ekki allt var greitt út, en BBC greinir frá. Wood barðist gegn báðum kærunum en játaði á sig 23 önnur brot um að veðja á leiki í enska boltanum sem leikmenn mega ekki gera. Hann fékk fimm ára bann fyrir gulu spjöldin og sjötta árið fyrir að játa á sig hin brotin. Hann spilar næst fótbolta árið 2024. Fyrra gula spjaldið sem um ræðir fékk Wood í endurteknum leik á móti Ipswich í þriðju umferð bikarsins 17. janúar á síðasta ári en hann var þá færður til bókar fyrir að brjóta viljandi á Tom Lawrence til að stöðva skyndisókn.Reyndi margoft að fá gult Wood var svo spjaldaður fyrir sinn þátt í átökum leikmanna í leiknum á móti Burnley á 70. mínútu. Wood neitaði báðum ásökunum og sagði að hann hefði ekki beðið með það fram á 90. mínútu að fá spjald á móti Ipswich ef hann væri að reyna að svindla. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í umræddum bikarleik en fór af velli á 20. mínútu vegna meiðsla og var því ekki inn á vellinum þegar að at vikið átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið hélt því fram að Wood hefði margsinnis komið sér í stöðu þar sem að hann gat fengið gult spjald. Í heildina fékk Bradley Wood sex gul spjöld í enska bikarnum á síðustu leiktíð en þau öll má sjá hér að neðan.Bradley Wood has been found guilty of two match-fixing offences by intentionally getting yellow cards during Lincoln's FA Cup run. Here are the bookings that led to a six-year ban. pic.twitter.com/ZLjGbFo9aH— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2018
Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira