Fótbolti

Liverpool græðir á hruni Leipzig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Keita kemur til Liverpool 1. júlí næst komandi, þegar félagsskiptaglugginn opnast á ný
Keita kemur til Liverpool 1. júlí næst komandi, þegar félagsskiptaglugginn opnast á ný vísir/getty

Slæmt gengi þýska liðsins RB Leipzig í Bundesligunni fær stjórnarmenn Liverpool til þess að brosa því verðmiðinn á Naby Keita minnkar eftir því sem Leipzig fellur í deildinni.

Keita hefur nú þegar skrifað undir hjá Liverpool og hann mun ganga til liðs við enska félagið í lok þessa tímabils. Kaupverðið er hins vegar ekki frá gengið.

Ef Leipzig endar í Meistaradeildarsæti þarf Liverpool að borga 59 milljónir punda fyrir leikmanninn. Sú upphæð minnkar niður í 53,75 milljónir punda ef Leipzig nær bara sæti í Evrópudeildinni og er aðeins 48 milljónir fyrir 7. sæti eða slakari árangur.

Leipzig er eins og er í sjötta sæti deildarinnar eftir 5-2 tap gegn Hoffenheim í síðustu umferð þegar þrjár umferðir eru eftir. Aðeins einu stigi munar á Leipzig og Eintracht í sjöunda sætinu og fjögur stig eru upp í Bayer Leverkusen í Meistaradeildarsæti.

Keita hefur skorað 9 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum fyrir Leipzig á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.