Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. apríl 2018 13:06 Breskir sjómenn voru margir ákafir stuðningsmenn Brexit Vísir/EPA Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. Þetta er niðurstaða rannsókna á vegum eins virtasta landbúnaðarháskóla heims. Hagfræðingar við háskólann í Wageningen í Hollandi hafa á síðustu misserum unnið að nákvæmri greiningu á breskum sjávarútvegi og hver áhrif úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu gætu orðið. Þeir notuðust við hagfræðimódel sem kallast MAGNET og reiknuðu nokkrar mismunandi útkomur eftir því hversu harkaleg lendingin verður þegar Bretland segir loks skilið við Evrópusambandið. Í öllum útgáfum, óháð forsendum, var útkoman verri en núverandi ástand. Evrópskar útgerðir veiða tíu sinnum meira í breskri lögsögu en breskar útgerðir gera í lögsögu annarra Evrópuríkja. Andstæðingar ESB héldu því fram í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi að með því að loka breskum miðum fyrir evrópskum útgerðum mætti stórauka arðsemi og tryggja að hagnaður af auðlindinni héldist í landi. Það stenst engan veginn samkvæmt fyrrnefndri greiningu. Vissulega myndu fiskveiðar breska flotans aukast um 10-15% innan lögsögunnar, sem þýðir aukinn gróða upp á 35 milljarða á fimm ára tímabili frá 2020 til 2025. Það myndi hins vegar óhjákvæmilega lækka fiskverð á innlendum mörkuðum og breskar útgerðir kæmu út í mínus þar sem þær hefðu ekki lengur óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aukningin myndi heldur ekki duga til að bjarga breskum fiskvinnslufyrirtækjum sem reiða sig að stórum hluta á erlendar útgerðir fyrir hráefni og eru því mjög háðar evrópska markaðnum. Þrátt fyrir að lægra verð fáist fyrir fiskinn á innlendum mörkuðum verða breskir neytendur sömuleiðis verr settir ef svo fer að miðunum verði lokað. Útgerðir í Hollandi, Írlandi og víðar stunda tæpan helming sinna veiða innan breskrar lögsögu og almennt myndi fiskverð því hækka á evrópskum mörkuðum. Það er slæmt fyrir breska neytendur því Bretar flytja inn tvöfalt meiri fisk en þeir flytja út og án fríverslunarsamnings verður sú vara dýrari. Niðurstaðan yrði því minni arðsemi fyrir útgerðina og hærra verð fyrir neytendur, ekki beint draumaniðurstaða. Ekki batnar útlitið þegar litið er til þess hvaða fisktegundir er verið að veiða við Bretlandsstrendur og hvar hann selst. Fyrrnefnd aukning aflans, um tíu til fimmtán prósent, væri fyrst og fremst í formi tegunda sem breskir neytendur hafa aldrei viljað sjá: síld, álar og lýsa. Eina ástæðan fyrir að það borgaði sig fyrir breska sjómenn að veiða þessar tegundir var að þær seldust vel á evrópumarkaði, án aðgangs að þeim markaði er lítill tilgangur með veiðunum. Bryce Beukers-Stewart, prófessor við háskólann í York og sérfræðingur í breskum fiskveiðum, segir greiningu hollensku fræðimannanna koma heim og saman við niðurstöður annarra rannsókna á þessu sviði. Í samtali við Guardian segir hann þetta sýna og sanna að afleiðingar einangrunarstefnu séu mun flóknari en margir hafi viljað af láta í umræðunni um Brexit. Hann efast nú um að bresk stjórnvöld reyni að loka miðunum fyrir erlendum veiðum eftir allt saman, þrátt fyrir loforð um annað í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Guardian ræðir þó einnig við talsmann sjómanna sem börðust fyrir úrsögn úr Evrópusambandinu og hann gefur lítið fyrir dómsdagsspár fræðimanna. Hann segir mikilvægustu staðreyndina vera að með því að loka miðunum fyrir evrópskum útgerðum eigi Bretar möguleika á að veiða meira en sex hundruð þúsund tonn af fiski sem annars yrði landað af erlendum skipum. Í því samhengi skipti litlu þó að verð afurðanna lækki tímabundið. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. Þetta er niðurstaða rannsókna á vegum eins virtasta landbúnaðarháskóla heims. Hagfræðingar við háskólann í Wageningen í Hollandi hafa á síðustu misserum unnið að nákvæmri greiningu á breskum sjávarútvegi og hver áhrif úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu gætu orðið. Þeir notuðust við hagfræðimódel sem kallast MAGNET og reiknuðu nokkrar mismunandi útkomur eftir því hversu harkaleg lendingin verður þegar Bretland segir loks skilið við Evrópusambandið. Í öllum útgáfum, óháð forsendum, var útkoman verri en núverandi ástand. Evrópskar útgerðir veiða tíu sinnum meira í breskri lögsögu en breskar útgerðir gera í lögsögu annarra Evrópuríkja. Andstæðingar ESB héldu því fram í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi að með því að loka breskum miðum fyrir evrópskum útgerðum mætti stórauka arðsemi og tryggja að hagnaður af auðlindinni héldist í landi. Það stenst engan veginn samkvæmt fyrrnefndri greiningu. Vissulega myndu fiskveiðar breska flotans aukast um 10-15% innan lögsögunnar, sem þýðir aukinn gróða upp á 35 milljarða á fimm ára tímabili frá 2020 til 2025. Það myndi hins vegar óhjákvæmilega lækka fiskverð á innlendum mörkuðum og breskar útgerðir kæmu út í mínus þar sem þær hefðu ekki lengur óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aukningin myndi heldur ekki duga til að bjarga breskum fiskvinnslufyrirtækjum sem reiða sig að stórum hluta á erlendar útgerðir fyrir hráefni og eru því mjög háðar evrópska markaðnum. Þrátt fyrir að lægra verð fáist fyrir fiskinn á innlendum mörkuðum verða breskir neytendur sömuleiðis verr settir ef svo fer að miðunum verði lokað. Útgerðir í Hollandi, Írlandi og víðar stunda tæpan helming sinna veiða innan breskrar lögsögu og almennt myndi fiskverð því hækka á evrópskum mörkuðum. Það er slæmt fyrir breska neytendur því Bretar flytja inn tvöfalt meiri fisk en þeir flytja út og án fríverslunarsamnings verður sú vara dýrari. Niðurstaðan yrði því minni arðsemi fyrir útgerðina og hærra verð fyrir neytendur, ekki beint draumaniðurstaða. Ekki batnar útlitið þegar litið er til þess hvaða fisktegundir er verið að veiða við Bretlandsstrendur og hvar hann selst. Fyrrnefnd aukning aflans, um tíu til fimmtán prósent, væri fyrst og fremst í formi tegunda sem breskir neytendur hafa aldrei viljað sjá: síld, álar og lýsa. Eina ástæðan fyrir að það borgaði sig fyrir breska sjómenn að veiða þessar tegundir var að þær seldust vel á evrópumarkaði, án aðgangs að þeim markaði er lítill tilgangur með veiðunum. Bryce Beukers-Stewart, prófessor við háskólann í York og sérfræðingur í breskum fiskveiðum, segir greiningu hollensku fræðimannanna koma heim og saman við niðurstöður annarra rannsókna á þessu sviði. Í samtali við Guardian segir hann þetta sýna og sanna að afleiðingar einangrunarstefnu séu mun flóknari en margir hafi viljað af láta í umræðunni um Brexit. Hann efast nú um að bresk stjórnvöld reyni að loka miðunum fyrir erlendum veiðum eftir allt saman, þrátt fyrir loforð um annað í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Guardian ræðir þó einnig við talsmann sjómanna sem börðust fyrir úrsögn úr Evrópusambandinu og hann gefur lítið fyrir dómsdagsspár fræðimanna. Hann segir mikilvægustu staðreyndina vera að með því að loka miðunum fyrir evrópskum útgerðum eigi Bretar möguleika á að veiða meira en sex hundruð þúsund tonn af fiski sem annars yrði landað af erlendum skipum. Í því samhengi skipti litlu þó að verð afurðanna lækki tímabundið.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira